Jólastraumur 4. desember 2017

Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld – Þar sem áhersla verður lögð á jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með Dram, Okkervil River, The National, Albert Hammond Jr., Rostam og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 23:00 í kvöld á X-inu 977.

  • 1#1HappyHolidayby DRAM
  • 2Silver Bells (ft. Big Baby Mom)by DRAM
  • 3Bad Day (ft. Freddie Gibbs)by The Avalanches
  • 4Break Up Holidayby Dude York
  • 5Christmas On Earthby Marching Church
  • 6The Little Boy That Santa Claus Forgotby Albert Hammond Jr.
  • 7What Friends Doby Okkervil River
  • 8Christmas Magicby The National
  • 9Blue Christmasby Kevin Morby
  • 10Merry Christmas Lil Mamaby Chance The Rapper
  • 11All I Want For Christmas (ft. Kodak Black)by DeJ Loaf
  • 12Have Yourself A Merry Little Christamsby Phoebe Bridgers
  • 13A Christmas Nightby A New Fever
  • 14Fairytale of New Yorkby Rostam

TILNEFNINGAR TIL KRAUMSVERÐLAUNANNA 2017

Í dag föstudaginn 1. desember er tilkynnt um tilnefningar til Kraumsverðlaunanna i ár með birtingu Kraumslistans 2017.

Þetta er í tíunda sinn sem Kraumur birtir Kraumslistann yfir þær íslensku hljómplöturnar sem þykja að mati dómnefndar skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika.

Kraumslistinn 2017 iðar af fjölbreytni. Hip hop og rapptónlist er vissulega áberandi (Alvia islandia, Elli Grill & Dr. Phil, Joey Christ) en litrófið spannar hinar ýmsu tónlistarstefnur og strauma, má þar nefna jazz, popp, teknó og öfgarokk. Enda Kraumsverðlaunin ekki bundinn ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.

Einnig vekur athygli að breiðskífa meistara Biogen er á Krumslistanum í ár. Platan kom út á alþjóðavettvangi í sumar og inniheldur óutgefið efni frá tónlistarmanninum Sigurbirni Þorgrímssyni sem lést árið 2011, en íslenskir sem erlendir listamenn halda afram að sækja innblástu í framsæknar hugmyndir hans í tónlist.

Greinilegt er að mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi hvað útgáfurstarfsemi varðar, enda fór dómnefndin í gegnum 374 útgáfur í vinnu sinni. Hún mun nú velja 6 breiðskífur af Kraumslistanum sem hljóta munu Kraumsverðlaunin 2017.

Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun tónlistarsjóðsins Kraums sem starfræktur er á vegum Auroru velgerðasjóðs, verða afhent venju samkvæmt síðar desember yfir þær plötur sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri tónlist á árinu. Verður þetta í tíunda sinn sem verðlaunin verða afhent. Alls hafa 45 hljómsveitir og listamenn hlotið Kraumsverðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008.

KRAUMSLISTINN 2017 – ÚRVALSLISTI KRAUMSVERÐLAUNANNA:
Alvia Islandia – Elegant Hoe
Baldvin Snær Hlynsson – Renewal
Bára Gísladóttir – Mass for Some
Biogen – Halogen Continues
Bjarki – THIS 5321
Cyber – Horror
Dodda Maggý – C series
Elli Grill & Dr. Phil – Þykk Fitan Vol. 5
Eva808 – Prrr
GlerAkur – The Mountains Are Beautiful Now
Godchilla – Hypnopolis
Fersteinn – Lárviður
Hafdís Bjarnadóttir – Já
Hatari – Neysluvara EP
JFDR – Brazil
Joey Christ – Joey
kef LAVÍK – Ágæt ein: Lög um að ríða og / eða nota fíkniefni
Legend – Midnight Champion
Nordic Affect – Raindamage
Pink Street Boys – Smells like boys
SiGRÚN – Smitari
Sólveig Matthildur – Unexplained miseries & the acceptance of sorrow
Úlfur – Arborescence
Volruptus – Hessdalen
World Narcosis – Lyruljóra

Straumur 27. nóvember 2017

Prins Thomas, Kelly Lee Owens, Kelela, WHOMADEWHO, Neon Bunny og margir aðrir koma við sögu í kvöld í Straumi á X-inu 977 á slaginu 23:00.

1) Αθήνα – Prins Thomas
2) Venter på Torske – Prins Thomas
3) London til Lisboa
4) Spaces – Kelly Lee Owens
5) Dub Me Apart (BOK remix) – KELELA
6) Dynasty (Roosevelt remix – radio edit) – WHOMADEWHO
7) Guilty Party – Thunder Jackson
8) 지금 (Now) – Neon Bunny
9) In My Head – Cella
10) Raining Again – Pender Street Steppers
11) Reach W/ Mikuda – STU

 

Straumur 20. nóvember 2017

Charlotte Gainsbourg, NVDES, Lone, Fabiana Palladino og margt fleira í Straumi í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977!

1) Sylvia Says – Charlotte Gainsbourg
2) Les Oxalis – Charlotte Gainsbourg
3) List Of People (To Try And Forget About) – Tame Impala
4) D.Y.T. (Do Your Thing) (feat. Remmi) – NVDES
5) Crush Mood – Lone
6) Upp – GKR
7) Nazi Homo Sex – Pink Street Boys
8) Homage – Milljón
9) Energia – Sofi Tukker
10) Ordinary Thoughts (ft. Slyleaf) – Knapsack
11) Up And Down (ft. Chiara Noriko) – Keinemusik
12) Mystery – Fabiana Palladino

Straumur 13. nóvemer 2017

1) Suncatcher – Kink

2) Organ – Kink

3) More Than A Woman (KLO remix) – Kelly Lee Owens

4) Wild Mother – Ouri / Mind Bath

5) Leaving – D.K.

6) Oklahoma – The County Liners

7) World (ft. Four Tet) – Champion

8 ) I Will Make Room For You (Four Tet Remix) – Kaitlyn Aurelia Smith

9) Bacardi – ABRA

10) Ultra Pink – N A D I N E

11) Swim Deep – Steve Buscemi’s Dreamy Eyes

Danny Brown á Sónar Reykjavík 2018

Bandaríski rapparinn Danny Brown og hin upprennandi grime stjarna Nadia Rose frá London eru meðal þeirra sem staðfest eru að komi fram á Sónar Reykjavík hátíðinni í mars. Meðal innlendra listamanna sem nú eru kynntir til leiks er ein stærsta útflutningsvara íslenskrar tónlistar síðastliðið ár, Bjarki, sem fyrst kom fram í bílakjallara hátíðarinnar fyrir tveim árum og hefur síðan troðfyllt tónlistarhús og hátíðarsvið um heim allan. Hann kemur að þessu sinni fram á öðru af stóru sviðunum í Hörpu.

Aðstandendur hátíðarinnar eru sérstaklega stoltir yfir því að fá tónlistarkonuna Jlin, sem er að vekja gríðarlega athygli fyrir breiðskífuna Black Origami, til Íslands – og að hin eindæmum hæfileikaríka Eva808 muni loks stíga á stokk á tónlistarhátíð í heimalandi sínu. Koma tónlistarkonunnar og plötusnúðsins Lena Willikens á Sónar Reykjavík er einnig mikill fengur fyrir íslenska tónlistaráhangendur, sem og koma Bad Gyal sem oft hefur verið titluð spænska Rihanna. Ekki má heldur gleyma íslenska tónlistarmanninum Volruptus sem ekkert hefur komið fram hérlendis eftir að hann sprakk út í kjölfar útgáfna sinna hjá plötufyrirtækjunum bbbbbb og Trip.

Í kjölfar einstaklega vel heppnað samstarfs Exos og breska tónlistarmannsins Blawan á Sónar Reykjavík í fyrra (Exos b2b Blawan) hafa aðstanendur hátíðarinnar unnið að því því að halda áfram með viðlíka samstarfsgrundvöll innlendra og erlendra listamanna og plötusnúða. Í ár mun hin íslenska Yamaho og breska Cassy koma fram saman í bílakjallara Hörpu sem Yamaho b2b Cassy. Þá mun vinsælasta dúó landsins, JóiPé x Króli, hljómsveitin Vök og Högni, sem nýlega gaf út sína fyrstu sóló breiðskífu hjá Erased Tapes, einnig koma fram á Sónar Reykjavík 2018. Sannkölluð listahátíð framundan í Reykjavík.

Sónar Reykjavík fer fram í Hörpu dagana 16. og 17. mars 2018. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni á fjórum sviðum, m.a. í sitjandi umhverfi Kaldalóns og bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb.

Listamenn sem nú eru kynntir til leiks eru:
Danny Brown (US)
Nadia Rose (UK)
Bjarki (IS)
Jlin (US)
Lena Willikens (DE)
Högni (IS)
Cassy b2b Yamaho (UK / IS)
Bad Gyal (ES)
Volruptus (IS)
JóiPé x Króli (IS)
Eva808 (IS)
Vök (IS)

Miðasala á hátíðina er hafin og fer fram á midi.is.

Straumur 6. nóvember 2017

Í Straumi í kvöld verður tekið fyrir nýtt efni frá CCFX, Flying Lotus, The Juan Maclean, Yaeji, Statik Selektah, James Holden & The Animal Spirits og fleiri listamönnum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) The One To Wait – CCFX
2) Pearly – Palm
3) Post Requisite – Flying Lotus
4) The Brighter The Light – The Juan Maclean
5) After That – Yaeji
6) Put Jewels On It (ft. Run The Jewels) – Statik Selektah
7) My Ladybug – Moullinex
8) The Neverending – James Holden & The Animal Spirits
9) Go Gladly Into The Earth – James Holden & The Animal Spirits
10) Just Because – Twin Peaks
11) Up and Down – Wavves & Culture Abuse
12) Sans – Angel Olsen

Straumur 30. október 2017

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með Fever Ray, Yaeji, Lou Rebecca og fleiri listamönnum. Seinni hluti þáttarins verður svo helgaður Iceland Airwaves sem hefst í þessari viku.  Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Plunge – Fever Ray
2) A Part Of Us – Fever Ray
3) An Itch – Fever Ray
4) Raingurl – Yaeji
5) Opinionated – New Luna
6) Tonight – Lou Rebecca
7) Evolution – Kelly Lee Owens
8) Keep Walking – Kelly Lee Owens
9) Firefly – Mura Masa
10) The First Big Weekend – Arab Strap
11) Honey – Torres
12) Baby Luv – Nilüfer Yanya

Straumur 23. október 2017

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjar plötur frá John Maus og Lindstrøm auk þess sem tekið verður fyrir nýtt efni frá Fever Ray, Honey Dijon, Nabihah Lqbal, Bearcubs og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Walls Of Silence – John Maus
2) Touchdown – John Maus
3) Decide Decide – John Maus
4) To The Moon And Back – Fever Ray
5) 808 State Of Mind (ft. Shaun J Wright & Alinka) – Honey Dijon
6) Something More – Nabihah Lqbal
7) Little Dark Age – MGMT
8) Bungl (Like A Ghost) (Feat. Jenny Hval) – Lindstrøm
9) Under Trees – Lindstrøm
10) Do You Feel – Bearcubs
11) Ok Bíddu – Hrnnar & Smjörvi
12) Love You So Bad – Ezra Furman

 

Straumur 16. október 2017

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjar plötur frá Courtney Barnett & Kurt Vile og St. Vincent auk þess sem tekið verður fyrir nýtt efni frá John Maus, Sassy 009, Vaginaboys, No Age og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Blue Cheese – Courtney Barnett & Kurt Vile
2) Peepin’ Tom – Courtney Barnett & Kurt Vile
3) Untogether – Courtney Barnett & Kurt Vile
4) Teenage Witch – John Maus
5) Are You Leaving – Sassy 009
6) Ratio – Floating Points
7) All The Way Home – Delsbo Beach Club
8) Young Lover – St. Vincent
9) Hang On Me – St. Vincent
10) Þú Munt Elska Mig Þá – Vaginaboys
11) Stolen Car – Forever
12) Soft Collar Fad – No Age
13) Search. Reveal – M.E.S.H
14) Country – Porches