Síðustu listamennirnir tilkynntir á ATP

Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi hefur nú tilkynnt síðustu nöfn listamanna sem munu koma fram á hátíðinni í ár, 2. – 4. júlí.

Val listamannanna að þessu sinni er í höndum Bedroom Community útgáfunnar annarsvegar og Rásar 2 hinsvegar. Báðir aðilar hafa valið þrjá listamenn til að koma fram á Andrew’s Theatre sviðinu, en auk þeirra munu tveir listamenn til viðbótar hafa möguleika á að troða upp á hátíðinni í ár í gegnum sérstaka keppni á vegum ATP (sjá að neðan).

Listamennirnir eru sem hér segir:

Bedroom Community í Andrews Theatre – föstudagur, 3. júlí:
Valgeir Sigurðsson ásamt Liam Byrne
Daníel Bjarnason
JFDR
Vinningshafi – upprennandi listamaður/hljómsveit

Rás 2 í Andrews Theatre – laugardagur, 4 .júlí:
Pink Street Boys
Rythmatik
Börn
Vinningshafi – upprennandi listamaður/hljómsveit

Með þessari nýju viðbót er heildarlisti yfir þá listamenn sem koma fram sem hér segir:
Iggy Pop, Drive Like Jehu, Belle and Sebastian, Public Enemy, Swans, Godspeed You! Black Emperor, Run The Jewels, Mudhoney, Loop, Lightning Bolt, Bardo Pond, Kiasmos, HAM, Ghostigital, Ought, Clipping, The Bug, Younghusband, Xylouris White, Deafheaven, Iceage, Chelsea Wolfe, The Field, White Hills, Ghostigital, Oyama, Vision Fortune, Grísalappalísa, Valdimar, Stafrænn Hákon, Mr Silla, Kippi Kaninus, Tall Firs, Grimm Grimm, Ben Frost + Valgeir Sigurðsson, Daníel Bjarnason, Jófríður (sóló), Pink Street Boys, Rythmatik og Börn.

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir ungra & upprennandi listamanna, en þeir sem sækja um eiga möguleika á því að koma fram á hátíðinni í ár. Valið er í höndum Bedroom Community og Rásar 2 sem velja eitt atriði hvort fyrir sín kvöld í Andrews Theatre. Jafnframt verða tveir listamenn til viðbótar valdir sem 3. og 4. sæti og hljóta að launum hátíðarpassa á ATP á Íslandi.
Hægt er að sækja um hér fram til 26. maí en einnig er frekari upplýsingar þar að finna.

Bráðlega verður svo tilkynnt um hverjir munu koma til með að velja kvikmyndadagskrá hátíðarinnar í ár og hvaða veitingar verða í boði á hátíðarsvæðinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *