Tónleikahelgin 21.-24. maí

Fimmtudagur 21. maí

 

Sveinn Guðmundsson, slowsteps og Four Leaves Left verða með akústíska tónleika á Dillon. Það er frítt inn og tónleikarnir byrja 22:00.

 

Föstudagur 22. maí

 

Pink Street Boys fagna útgáfu plötunnar HITS #1 á kaffistofu nemendagallerýs Listaháskólans á Hverfisgötu. Ásamt þeim koma fram Singapore Sling, russian.girls, Godchilla og Seint. Aðgangseyrir er 1000 krónur og veislan byrjar klukkan 21:00. Þeir sem hyggjast neyta áfengra veiga meðan tónleikunum stendur er bent á að koma með þær að heiman.

 

Hljómsveitin Ylja og tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon ásamt hljómsveit blása til tónleikaveislu á Cafe Rósenberg. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir byrja klukkan 22:00.

 

Laugardagur 23. maí

 

Tónleikar til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans í Nepal verða á Gamla Gauknum. Fram koma í þessari röð: Meistarar dauðans, Daníel Hjálmtýsson, DJ Smutty Smiff, Art Show/Auction, Greyhound, The 59’s, Q4U, Dikta, Kontinuum og Esja. Aðgangseyrir er 1000 krónur og tónleikarnir byrja 17:00.

 

Í Mengi verða flutt sex verk eftir Báru Gísladóttur fyrir klarínettu, kontrabassa, saxafón og rafhljóð. Miðaverð er 3000 krónur og flutningurinn hefst 21:00

 

Sunnudagur 24. maí

 

Hilmar Jensson leikur spunakennd verk í Mengi ásamt bandaríska djasstrommaranum Jim Black og norska bassaleikaranum Jo Berger Myhre. Miðaverð er 2000 krónur og tónleikarnir hefjast 21:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *