22.8.2013 0:16

Síðbúinn sumarsmellur frá Holy Ghost

 

Diskódúettinn Holy Ghost hefur sent frá sér lagið „Okay“ sem mun verða að finna á væntanlegri plötu þeirra sem kemur út 10. September undir titlinum Dynamics. Nick Millahiser og Alex Frankel eru mennirnir á bakvið baneitraða danstóna Holy Ghost og hafa þeir áður gefið út eina sjálftitlaða plötu árið 2011 sem unnin var í samstarfi við James Murphy úr LCD Soundsystem. Ekki er laust við að drengirnir séu enn undir áhrifum lærimeistarans og svipar „Okay“ óneitanlega til lagsins „I Can Change“ með síðargreindu bandi.


©Straum.is 2012