3.4.2013 12:57

Retro Stefson í dragi – Nýtt myndband

Nýtt myndband við lagið She said með hljómsveitinni Retro Stefson var frumsýnt í dag. Í því má meðal annars sjá bræðurna Unnstein Manuel og Loga Pedro klædda upp sem dragdrottningar og hóp manna með svínagrímur að breikdansa inn á barnum Harlem. Myndbandinu var leikstýrt af Einari Baldvin Arasyni og framleitt af Pegasus. En sjón er texta ríkari, horfið á myndbandið hér fyrir neðan.


©Straum.is 2012