Nýtt efni á leiðinni með The Strokes

Útvarpsstöðin 1077 The End í Seattle skýrði frá því í dag að hún væri með undir höndum tvö ný lög með New York hljómsveitinni The Strokes. Annað  lagið heitir All the Time og er fyrsta smáskífan af væntanlegri fimmtu plötu sveitarinnar sem kemur út á þessu ári. Samkvæmt tilkynningu frá útvarpsstöðinni eru bæði lögin stór góð og annað þeirra syntha drifið. Útvarpsstöðin fékk lögin send frá plötufyrirtæki hljómsveitarinnar RCA og bíður eftir grænu ljósi til að fá að spila þau. Hægt er að fylgjast með fréttum af þessu nýja efni á heimasíðu 1077 The End. The Strokes hafa ekki sent frá sér efni frá því að fjórða plata þeirra Angles kom út fyrir tveim árum síðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *