Tónleikar helgarinnar 17. til 19. júlí

Fimmtudagur 17. júlí

Ásdís Sif Gunnarsdóttir kemur fram í Mengi á Óðinsgötu í tilefni útgáfu ljóðaplötu sinnar, “Enter the Enlightenment, become Real”. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er ókeypis inn.

 

Hljómsveitin Lily of the Valley og Frank Raven koma fram á Hlemmur Square. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og það er ókeypis inn.

 

I am Dive (ES) + Stafrænn Hákon (IS) halda tónleika á Húrra. I am Dive kemur frá Sevilla, Spáni og er skipuð þeim José A. Pérez og Esteban Ruiz. Þeir eru nú að leggja lokahönd á þriðju breiðskífu sína sem mun bera nafnið ‘Wolves. Þetta verður í fyrsta skipti sem I am Dive kemur fram á Íslandi og munu þeir deila sviðinu með Stafrænum Hákoni, einni virtustu rafrokk hljómsveit landsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Verð 1.500 kr. (námsmenn 1.000 kr.)

 

Söngvaskáldið Hjalti Þorkelsson kemur fram á Kaffi List. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Sveinn Guðmundsson og Unnur Sara Eldjárn flytja sitthvort prógrammið af frumsömdu efni á Loft Hostel kl.21. Aðgangur ókeypis.

 

 

Föstudagur 18. júlí

Tónlistarmaðurinn Arnljótur úr hljómsveitinni Ojba Rasta kemur fram á tónleikum í Mengi. Arnljótur mun spila samblöndu af nýju efni í bland við gamalt með flautur og ýmis tól við hendi. Jafnvel fá nokkrir gamlir smellir nýtt líf og öfugt. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.
Zebra Katz heldur tónleika á Húrra en hann er sköpunarverk fjöllistamannsins Ojay Morgan frá New York borg en sviðsframkoma hans er engu lík. Gísli Pálmi, Kitty Von Sometime, DJ Moonshine, DJ Kocoon og DJ Techsoul koma einnig fram. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

 

 

Laugardagur 19. júlí

KEX Hostel, KEXLand og bandaríska útvarpsstöðin KEXP ætla að bjóða öllum á útitónleikana KEXPORT við Kex Hostel. Tónleikarnir fara fram í portinu við Kex Hostel og hefjast kl. 12 á hádegi og lýkur um miðnætti. Alls munu 12 hljómsveitir koma fram á klukkutímafresti á þessum maraþon tónleikum. Tónleikarnir eru haldnir til stuðnings KEXP. Fram koma 1860, Atónal blús, Dimma, Dj Flugvél & Geimskip, Ghostigital, kimono, Kött Grá Pje, Low Roar, Mr. Silla, Petur Ben, Reykjavíkurdætur og Sometime

Skúli Sverrisson og Ólöf Arnalds spila sambland af nýju og gömlu efni á tónleikum í Mengi, en þau hafa starfað saman í rúman áratug. Samstarf þeirra hefur leitt af sér Sería I, Sería II, Við og Við, Innundir Skinni og Sudden Elevation. Þau hafa nýlokið við tökur á nýrri plötu Ólafar sem kemur út 29. september og kallast Palme. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Hljómsveitin Kiriyama Family heldur tónleika á Dillon sem hefjast klukkan 22:00. Aðgangseyrir er aðeins 500 kr.

Icona Pop nútímavæðir 60‘ smellinn „It‘s My Party“

 

Sænsku partýpíurnar í Icona Pop hafa verið afkastamikilar undanfarið og hafa nú í samstarfi við landa þeirra Zebra Katz gefið út lagið „My Party“. Tríóið styðst við lag Lesley Gore „It‘s My Party“ frá árinu 1965 þó útgáfurnar eigi lítið sameiginlegt.