Lag með múm og Kylie Minogue

Samstarfsverkefni íslensku hjómsveitarinnar múm og söngkonunnar Kylie Minogue leit dagsins ljós í dag. Lagið Whistle var unnið með Árna Rúnari úr FM Belfast og var notað í kvikmyndinni Jack & Diane. Hljómsveitin stefnir á útgáfu á nýrri plötu næsta haust og er líklegt að lagið verði þar að finna.