Laser Life keyrir Nissan Sunny

 

Einyrkinn Laser Life var í dag að senda frá sér lagið Nissan Sunny af af væntanlegu breiðskífunni Polyhedron, sem verður hans fyrsta. Verkefnið er hliðarsjálf Breka Steins Mánasonar sem áður var gítarleikari harðkjarnasveitarinnar Gunslinger. Sem Laser Life rær hann á rafrænni mið og notast við barítóngítar og svuntuþeysara til að skapa hljóðheim undir áhrifum frá gamalli töluleikjatónlist og sveitum á borð við Ratatat og Apparat Organ Quartet.

 

Polyhedron er átta laga plata sem var tekin upp víða um land, en bróðurparturinn á Egilsstöðum og í Reykjavík. Curver úr Ghostigital kom að verkefninu og sá um hljóðblöndun og tónjöfnun. Laser Life kemur fram á Off-venue dagskrá Straums í Bíó Paradís á Iceland Arwaves hátíðinni og Polyhedron kemur út í nóvember. Hlustið á Nissan Sunny hér fyrir neðan en þess má til gamans geta listamaðurinn hefur keyrt um á þeirri bíltegund til fjölda ára.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *