13.9.2012 15:13

Frumraun Ojba Rasta

Fyrsta plata reykvísku reggí hljómsveitarinnar Ojba Rasta kemur út næsta þriðjudag. Platan sem er samnefnd sveitinni kemur út hjá Records Records og hefst forsala á henni hjá Gogoyoko.com í dag. Platan verður bæði gefin út á geisladisk og vinyl. Auk laganna – Jolly Good, Baldursbrá og Hreppstjórinn sem sveitin hefur sent frá sér sem smáskífur eru fimm önnur lög á plötunni. Hlustið á lögin Gjafir Jarðar og Í ljósaskiptunum hér fyrir neðan.


©Straum.is 2012