Broken Bells með lag af væntanlegri plötu

Broken Bells tvíeykið staðfesti nýlega útgáfu plötunnar After the Disco sem kemur út í janúar á næsta ári. Síðan þá hafa þeir félagar James Mercer og Danger Mouse sem skipa sveitana sent frá sér trailer og sjö mínútna stuttmynd í tilefni útgáfunnar. Nú hefur fyrstu smáksífunni verið gefið líf og kallast hún „Holding On For Life“.
Lagið er í léttari kantinum miðað við innihald fyrri plötu sveitarinnar  sem kom út 2010. Fönkaður bassataktur og 80‘ synthatónar gefa góð fyrirheit um það sem koma skal á væntanlegri plötu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *