Tónleikar helgarinnar 12-13. september 2014

Föstudagur 12. september

– Októberfest fer fram í tjaldi við Háskóla Íslands

Svæðið opnar kl. 20:30
Major Pink 21.00
RVK Dætur 21.40
Gauti 22.40
Úlfur Úlfur 23.10
Dikta 00.00
Jón Jónsson 01.00
Ojbarasta 02.00

Nova tjald
Housekell og Unnsteinn Manuel 22:30

 

– Brött Brekka, Bob og Caterpillarmen halda tónleika á Dillon.

– Naðra, Misþyrming og Úrhrak koma fram á Gauknum.

 

 

Laugardagur 13. september

– Hljómsveitin Hjaltalín kemur fram á tónleikum á Húrra, laugardagsvködlið 13. september. Á tónleikunum hyggst hljómsveitin frumflytja ný lög í bland við eldra efni. Eftir tónleikana hyggst sveitin jafnframt taka sér smá hlé frá tónleikahaldi og einbeita sér að því að klára nýtt efni í hljóðverinu. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og miðaverð er 2.000 kr. Eingöngu selt við hurð.

 

– Soffía Björg kemur fram í Mengi ásamt hljómsveit og mun flytja tónlist með extra skammt af tilfinningum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn.

 

– Októberfest fer fram í tjaldi við Háskóla Íslands

Svæðið opnar kl. 22 og fyrsta hljómsveit byrjar kl. 23.

Páll Óskar 23.00
Steindi og Bent 23.30
Friðirk Dór 00.10
Amabadama 01.00

Nova tjald
DJ Margeir og Högni Egilsson 23:00

Aphex Twin – Syro forhlustun

 

Breska plötuútgáfufyrirtækið Warp Records  sem þekkt er fyrir þá mörgu raftónlistarmenn sem það hefur á sínum snærum, auglýsti nýverið viðburði tengda tónlistarmanninum Aphex Twin víðsvegar um heim, nánar tiltekið á tónleikastöðum í borgunum London, París, New York, Los Angeles, Chicago, Toronto, Brussel og Utrecht. Þar voru tækifæri fyrir áhugasama að heyra nýja plötu Aphex Twin, Syro, hátt í tveimur vikum áður en útgáfudagur hennar rennur í garð. Platan inniheldur tólf lög sem hann hefur unnið að síðasta áratug og er hans fyrsta breiðskífa síðan árið 2001. Eitt var að búa í nálægð við einhvern þessa viðburða en annað að fá tækifæri til að sækja einn slíkan. Innganga var ókeypis en til þess að fá hana þurfti að finna auglýsingu frá einum tónleikstaðanna sem sagði til um framhaldið. Reglan var sú að hver staður mátti einungis dreifa fimmtíu miðum hver.

Það vildi svo heppilega til að ég hóf námsdvöl mína nýlega í borginni Utrecht í Hollandi. Hún er rétt sunnan við Amsterdam og þar búa tæplega jafn margir og á Íslandi. Verandi bæði tónlistarunnandi og Aphex Twin aðdáandi, fann ég hvar hlustunarpartýið yrði haldið og sendi tölvupóst í von um það að fá miða. Ég var himinlifandi þegar mér barst svar þar sem mér var tilkynnt að ég væri í hópi þeirra sem kæmu til með að hlýða á plötuna að kvöldi 10. september. Leiðinni var heitið á lítinn, virtan og framsækinn tónleikastað sem heitir EKKO.

 

Ólívugrænn er liturinn


Á meðan ég bíð eftir því að staðurinn opni virði ég fyrir mér ólívugræn (sem er augljóslega sértilvalinn litur Syro) Aphex Twin merkin í gluggum staðarins. Þegar inn er komið bíður mín fatahengi þar sem vinalegur starfsmaður tekur við frakka mínum til geymslu. Dyravörður í jakkafötum leitar á mér og fullvissar sig um það að ég sé með enga myndavél, upptökutæki eða síma (sem ég skyldi eftir í frakkanum). Þar á eftir er mér afhendur bæklingur með myndefni ásamt lagalista plötunnar á bakhlið. Ég skelli mér á barinn, fæ mér einn bjór og lendi í spjalli við aðra gesti. Því næst skrái ég mig á lista til þess að fá meldingu þegar platan komi út og hvar ég geti keypt hana í bænum. Ég fæ varning með merki tónlistarmannsins: plastpoka sem ég get sett plötuna í þegar ég eignast hana, límmiða og gervi-greiðslukort. Spennan er þegar mikil.

Spennan nær hámarki þegar hurðir tónlistarsalsins opnast upp á gátt og gestirnir streyma inn. Við okkur blasir græn lýsing og merki Aphex Twin sem varpað er á sviðið með sitthvorum skjávarpanum. Ég tek eftir tveimur einmana diskókúlum í loftinu sem fá líklega ekki að njóta sín þetta kvöld. Eftir örlitla bið tekur til orðs maður, líklega viðburðastjórinn, sem talar á hollensku og segir að enginn annar bær í landinu hefði komið til greina fyrir þetta hlustunarpartý en Utrecht. Hann biður alla einnig hjartanlega velkomna og lýkur ræðu sinni á orðunum „Come to daddy”, sem er vísun í samnefnt lag Aphex Twin frá árinu 1997, og þá byrjar Syro að hljóma.


 

Draumkenndur og duttlungafullur


Hljóðstyrkurinn er nægilegur í kerfinu á EKKO. Platan er hvorki spiluð of hátt né lágt að mínu mati. Fyrsta lag plötunnar er minipops 67 [120.2] [source field mix] sem var gert aðgengilegt á alnetinu nýverið sem forsmekkur af því sem koma skyldi. Þéttur en slitróttur takturinn er kunnuglegur þeim sem hafa hlustað á Aphex Twin áður. Raddirnar sem spila stórt hlutverk í laginu eru eins og sögumenn sem leiða mann inn í draumkenndann og duttlungafullan heim Aphex Twin. Ég byrja strax að dilla höfði og öxlum. Sumir gestanna tóku með sér skriffæri og rita niður hjá sér athugasemdir. Lögin halda áfram að rúlla og eru jafn mislynd og þau eru mörg. Það sama má segja um gestina sem fáir virðast þekkja hvorn annan. Ég lít við og við í bæklinginn sem tilgreinir nöfn laganna og hversu mörg slög eru í þeim á mínútu. Ég reyni að fylgja listanum eftir en missi mig oft í eigin hugsunum. Platan byrjar í um 120 slögum á mínútu en þau verða fleiri með hverju lagi. Það er við miðbik plötunnar sem ég finn fyrir mikilli samrýni meðal gestanna sem klappa og fagna þegar hverju lagi lýkur. Hver og einn er að njóta á sinn hátt. Nokkrir dansa með tilþrifum, aðrir sitja á gólfinu og sumir liggja. Platan endar á fallegum píanóleik eins og platan hans, Drukqs, gerði einnig 13 árum áður. Ég loka augum mínum á meðan aitsatsana spilast og er sem mjúk fiðursæng sem faðmar mig og biður mig að hvílast.

Alsæll, agndofa, uppskrúfaður, örlítið sveittur og verulega sáttur geng ég út úr tónleikasalnum. Á meðan ég trappa mig niður ræði ég upplifun mína við aðra gesti á barnum. Ég kveð að lokum, nappa auka bæklingi og límmiða fyrir vin, gleymi að pissa og hjóla heim.

 

Snilldarlegur hrærigrautur


Það sem ég heyrði þetta kvöld væri hægt að eyða löngum tíma í að reyna að skilgreina. Teknó ýmiskonar (acid og ambient), IDM og slitrur af ýmsum stefnum sem ég þekki ekki nægilega vel. Þessi plata er þó töluvert mýkri en Drukqs sem dæmi og minnir frekar á hans fyrri plötur. Eins og við mátti búast voru lögin margslungin og kaflaskipt. Sannkallaður hrærigrautur, snilldarlega framreiddur af Aphex Twin. Ég hreyfði mig allan tímann. Þetta var í senn eins og að stunda íhugun og að fara út á lífið í leit að ást. Snilld þessa tónlistarmanns var gefin góð skil þetta kvöld. Viðstaddir meðtóku músíkina og sýndu viðbrögð sín persónubundið. Við vorum þarna saman komin til að deila þessari upplfun í návist hvors annars en í sitt hvoru lagi.

Alexander Jean Edvard Le Sage de Fontenay

 

Syro kemur út 22. september. Hægt að forpanta hana hér. (https://bleep.com/release/53848-aphex-twin-syro)

 

 

 

Straumur 8. september 2014

 

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni m.a. frá Tv On The Radio, Aphex Twin, Julian Casablancas, Flying Lotus, Skuggasvein og Caribou. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 8. september 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Happy Idiot – Tv On The Radio
2) minipops 67 [120.2][source field mix] – Aphex Twin
3) HIGHER (ft. Raury) – SBTRKT
4) Put Your Number In My Phone – Ariel Pink
5) Human Sadness – Julian Casablancas + The Voidz
6) Never Catch Me (ft. Kendrick Lamar) – Flying Lotus
7) Can’t Do Without You (Tale Of Us & Mano Le Tough remix) – Caribou
8) Cheap Talk – Death From Above 1979
9) Sundara – Odesza
10) For Us (ft. Briana Marela) – Odesza
11) Eldskírn – Skuggasveinn
12) Ooo – Karen O
13) Visits – Karen O
14) Native Korean Rock – Karen O

 

Fyrsta myndbandið frá Sindra Eldon

Tónlistarmaðurinn Sindri Eldon gefur út sína fyrstu sólóplötu sem ber nafnið Bitter & Resentful þann 6. október. Sindri sendi í gær frá sér sitt fyrsta myndband sem er við lagið Honeydew og var gert af honum sjálfum auk Rútar Skærings N. Sigurjónssonar. Sindri hefur komið víða við  á tónlistarferlli sínum og hefur m.a. verið meðlimur í hljómsveitum á borð við Dáðadrengi, Slugs og Dynamo Fog.

Straumur 1. september 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Slow Magic, QT, Shon, Zammuto, Interpol, Blonde Redhead og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 1. september 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Hey QT – QT
2) Waiting For You – Slow Magic
3) Cat On Tin Roof – Blonde Redhead
4) No More Honey – Blonde Redhead
5) Want Your Feeling – Jessie Ware
6) Begging For Thread – Banks
7) Gamma Ray (Legowelt remix) – Richard Fearless
8) IO – Zammuto
9) Electric Ant – Zammuto
10) All The Rage Back Home – Interpol
11) Everything Is Wrong – Interpol
12) The Chase – Sohn
13) West Coast (Coconuts Records cover) – Mainland
14) This Is The End – Asonat

Tónleikar helgarinnar 28. – 30. ágúst

 

 

Fimmtudagur 28. ágúst 

Elín Ey kemur fram á Hlemmur Square klukkan 20:00. Það er frítt inn.

 

Yagya, Buspin Jeber og Oracle koma fram á Heiladans á Bravó. Aðgangur ókeypis og fjörið hefst klukkan 21:00

 

Audionation, Andrea og vinir halda tónleika á Gaunknum. Það kostar 1000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00

 

Breski dúettinn The Honey Ants kemur fram  á efri hæð Dillon kl. 22.00. Um upphitun sér íslenska sveitin Himbrimi. Frítt er inn á tónleikana.

 

Sonic Electric og Touching Those Things koma fram í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn. Sonic Electric blandar óræðum töktum og tilraunakenndum hávaða saman við spuna ýmissa hljóða sem mynduð eru á staðnum. Touching Those Things er hugarfóstur listamannsins Leah Beeferman frá New York.

 

 

Föstudagur 29. ágúst

Útgáfuteiti fyrir fyrstu plötu Pink Street Boys fer fram á Húrra. Ásamt þeim koma fram: Skelkur í bringu, Panos From Komodo, Rattofer og DJ Musician. Teitið hefst klukkan 22:00 og það kostar 500 kr inn

 

Beebee and the bluebirds og Skúl Mennski koma fram á Gauknum. Aðgangseyrir er 1500 kr og tónleikarnir hefjast klukkan 21:30

 

Kveðjupartý hljómsveitarinnar Morgan Kane fer fram á Bar 11 en ásamt þeim munu Pungsig og Saktmóðigur spila. Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:30.

 

Laugardagur 30. ágúst

 

Hljómsveitin Leaves kemur fram á Dillon og mun taka lög af sinni nýjustu breiðskífu. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 500 krónur inn.

Önnur plata Asonat

Íslenska rafpoppsveitin Asonat gefur út sína aðra plötu þann 30. september. Á nýju skífunni er upprunalega tvíeykið með þá Jónas Þór Guðmundsson (Ruxpin) og Fannar Ásgrímsson (Plastik Joy) innanborðs orðið að tríói með innkomu frönsku söngkonunnar Olènu Simon. Þar sem meðlimir sveitarinnar eru búsettir bæði í Reykjavík og Tallinn þá átti gerð breiðskífunnar sér langan aðdraganda, en líkt og nafn skífunnar gefur til kynna þá er það sú óræða tenging milli meðlima sveitarinnar sem gerir hana svo sérstaka og áhugaverða.

Samkvæmt hjómsveitinni er Þema skífunnar tenging milli einstaklinga – eða réttara sagt skortur á tengingu. “Lögin hafa að geyma texta um glötuð tækifæri og glataðar tengingar milli ástvina.”. Á plötunni eru tíu frumsamin lög með sveitinni og er hér á ferðinni ein af betri útgáfum á Íslandi á þessu ári. Hápunktar plötunnar eru hið fallega opnunarlag Quiet Storm, hið draumkennda Rather Interesting og lokalagið This Is The End þar sem Simon syngur á móðurmáli sínu. Platan var til umfjöllunar í síðasta þætti af Straumi og má heyra lögin Quiet Storm og Rather Interesting í þættinum á 36. mínútu.

Straumur 25. ágúst 2014 by Straumur on Mixcloud

Hér fyrir neðan má sjá þá Jónas og Fannar koma fram í listasmiðju í Rússlandi í fyrra.

Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200.
Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves og hvetja skipuleggjendur áhugasama um hafa hraðar hendur en undanfarin ár hefur selst upp á hátíðina í byrjun september.

Þeir listamenn sem nú bætast við listann eru:
Anna Calvi (UK)
How To Dress Well (US)
Sin Fang
Eskmo (US)
Mugison
Pétur Ben
Ylja
Yumi Zouma (NZ)
Kiasmos
dj. flugvél og geimskip
Low Roar
La Luz (US)
Horse Thief (US)
Mr. Silla
Amabadama
Lára Rúnars
Kira Kira
Ibibio Sound Machine (UK)
Greys (CA)
Kría Brekkan
Hafdís Huld
Boogie Trouble
Vox Mod (US)
M-Band
Auxpan
Yamaho
Thor
Exos
Yagya
Octal
Ruxpin
Amaury
Byrta (FO)
Gengahr (UK)
Sometime
Momentum
BNNT (PL)
Stara Rzeka (PL)
Lord Pusswhip
Óbó
Rúnar Þórisson
Alvia Islandia
Geislar

Þeir bætast í hóp fjölda listamanna sem áður hafa verið tilkynntir eins og Flaming Lips, The Knife, The War on Drugs, Caribou, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, Hozier, Sóley, FM Belfast, Jungle, Klangkarussell, La Femme, Mammút, Kelela, Radical Face, Valdimar, East India Youth, Árstíðir, Jaakko Eino Kalevi, Prins Póló, Agent Fresco, Ballet School, Ezra Furman, Lay Low, Kwabs, Son Lux, Tomas Barfod, The Vintage Caravan og Vök.

Straumur 25. ágúst 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýjar plötur frá The New Pornographers og Asonat auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Peaking Lights, Real Estate, Oliver og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 25. ágúst 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Brill Bruisers – The New Pornographers
2) Bother – Les Sins
3) Fast Forward – Oliver
4) Paper Dolls (The Nerves cover) – Real Estate
5) Champions of Red Wine – The New Pornographers
6) Dancehall Domine – The New Pornographers
7) You Tell Me Where – The New Pornographers
8) Breakdown – Peaking Lights
9) Quiet Storm – Asonat
10) Rather Interesting Asonat
11) Say My Name (ft. Zyra) – ODESZA
12) Perfect Secrecy Forever – Pye Corner Audio

Straumur 18. ágúst 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Tonik Ensemble, Floating Points, Caribou, Pink Street boys auk þess sem gefnir verða miðar á tónleika Neutral Milk Hotel sem vera núna á miðvikudaginn. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23 á X-inu 977.

Straumur 18. ágúst 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Break the rules – Charli XCX
2) Our Love – Caribou
3) Holland, 1945 – Neutral Milk Hotel
4) Landscapes – Tonik Ensemble
5) Sparkling Controversy – Floating Points
6) Too Soon – Darkside
7) Blue Suede – Vince Staples
8) Chained Together – Mozart’s Sister
9) Bow A Kiss – Mozart’s Sister
10) Up In Air – Pink Street Boys
11) Drullusama – Pink Street Boys
12) Every Morning – J Mascis
13) Clay Pigeons (Blaze Foley cover) – Michael Cera
14) Say You Love Me – Jessie Ware