Tónleikar helgarinnar 11.-12. desember

Föstudagur 11. desember

Útgáfutónleikar Singapore Sling fara fram á Húrra, ásamt þeim mun hljómsveitin Skelkur í bringu koma fram. Það kostar 1500 kr inn. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

Gyða Valtýsdóttir tónlistarkona efnir til tónleika í Mengi í samstarfi við tónlistarmennina Hilmar Jensson, gítarleikara, Ólaf Björn Ólafsson, slagverks- og trommuleikara og þau Júlíu Mogensen og Pascal La Rosa, sem munu spila á kristalsglös á tónleikunum. Sjálf mun Gyða leika á selló. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 það kostar 2000 kr inn.

Laugardagur 12. desember

Rafsveitin Sykur heldur fyrstu tónleika sína í miðbæ Reykjavíkur í langan tíma ásamt rapparanum GKR á Húrra. Miðaverð er 1000 kr og tónleikarnir byrja klukkan 21:00.

Hilmar Jensson kemur  fram í Mengi ásamt finnsku söng- og raddlistakonunni Johanna Elina Sulkunen. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 það kostar 2000 kr inn.

Heiðurstributetónleikar Skúla mennska er haldnir í Tjarnabíó. Fram koma: Fram koma: Ása Aðalsteinsdóttir, Borko, Rósa Guðrún Sveinsdóttir, Þrír, Salóme Katrín Magnúsdóttir, Hemúllinn, Una Sveinbjarnardóttir, DÓH tríó, Karlakórinn Esja og Hljómsveit Skúla mennska. Það kostar 2000 kr inn og hefjast leikar klukkan 21:00.

Hljómsveitin Valdimar heldur tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Það kostar 2900 kr inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00

Nýtt lag með Útidúr

 

Hljómsveitin Útidúr var að senda frá sér lagið Morbid Pleasure (Train part II) sem verður á þeirra þriðju breiðskífu sem sveitin er að leggja lokahönd á um þessar mundir. Í laginu er sungið um sveigjanleika tímans og hvernig skal umgangast hann án þess að brjóta tennurnar af stressi. Grunnur lagsins er hröð og nokkuð stressandi bassalína sem ofan á koma ákaflega smekklegar útsetningar fyrir strengi og blástur eins og Útidúrs er vona og vísa.

 

Lagið var tekið upp af Kára Einarssyni úr Oyama og hljóðblandað af honum og sveitinni. Von er á enn ónefndri þriðju breiðskífu Útidúrs snemma á næsta ári en sveitin hóf upptökur á henni fyrir um þremur árum síðan. Útidúr munu svo spila á tónleikum á Húrra þann 3. Janúar næstkomandi ásamt Orphic Oxtra og Miri. Hlustið á Morbid Pleasure (Train part II) hér fyrir neðan.

Jingle Bell Rocks sýnd í Bíó Paradís í kvöld

Straumur í samstarfi við Reykjavík Records Shop og Bíó Paradís sýnir heimildamyndina Jingle Bell Rocks í Bíó Paradís klukkan 20:00 í kvöld. Í myndinni er heimur “öðruvísi” jólalaga skoðaður. Talað er við plötusafnara sem safna aðeins þannig tónlist og rætt við hina ýmsu áhugamenn eins og The Flaming Lips, Run DMC og John Waters. Fyrir og eftir myndina mun plötubúðin Reykjavík Records Shop selja alls kyns jólaplötur.

 

Tónleikahelgin 3.-5. desember

Fimmtudagur 3. desember

 

Tónlistarmaðurinn Helgi Valur kemur fram á Hlemmur Square. Hann byrjar að spila klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Tónlistarmennirnir Marteinn, Ultraorthodox og Vrong koma fram í tónleikaröðinni night of the 808 á Húrra. Tónleikarnir byrja klukkan 20:00 og það kostar 1000 krónur inn.

 

Föstudagur 4. Desember

 

Austfirsku sveitirnar Laser Life og Miri stíga á stokk á Dillon. Tónleikarnir byrja 22:00 og aðgangur er fríkeypis.

 

Arnljótur Sigurðsson fagnar útgáfu sinnar þriðju breiðskífu, Úð, með tónelikum í Mengi. Hann hefur leik 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Laugardagur 5. Desember

 

Straumur og í samstarfi við Reykjavík Records sýna heimildamyndina Jingle Bell Rocks í Bíó Paradís en þar er heimur “öðruvísi” jólalaga skoðaður. Talað er við plötusafnara sem safna þannig tónlist og hina ýmsu áhugamenn jólatónlistar, m.a. The Flaming Lips, Run DMC og John Waters. Leikstjóri myndarinnar Mitchell Kezin verður viðstaddur og tekur við spurningum úr sal eftir myndina og Reykjavík Records Shop mun selja alls kyns jólaplötur fyrir og eftir sýningu hennar. Myndin er sýnd klukkan 20:00 og miðaverð er 1400.

 

Elín Ey kemur fram á Bravó meðan Harpa Björns stendur fyrir markaði á myndlistarverkum. Tónleikarnir byrja 18:00 og aðgangur ókeypis.

 

Ólöf Arnalds kemur fram í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og byrjar 21:00.

Úrvalslisti Kraums 2015

Öldungaráð Kraums hefur tilnefnt 21 plötur á Úrvalslista Kraums en þann 11. desember næstkomandi verður tilkynnt hvaða 5-6 plötur af þessum tuttugu koma til með að skipa Kraumslistann 2015. Markmið Kraumslistans er að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með sérstöku tilliti til þeirra sem yngri eru. Viðurkenna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Úrvalslisti Kraum­sverðlaun­anna er val­in af fimmtán manna dóm­nefnd, svo­kölluðu öld­ung­ar­ráði. Ráðið skipa Árni Matth­ías­son (formaður), Al­ex­andra Kj­eld, Arn­dís Björk Ásgeirs­dótt­ir, Arn­ar Eggert Thorodd­sen, Andrea Jóns­dótt­ir, Bene­dikt Reyn­is­son, Elísa­bet Indra Ragn­ars­dótt­ir, Heiða Ei­ríks­dótt­ir, Helga Þórey Jóns­dótt­ir, Hild­ur Maral Hamíðsdótt­ir, Jó­hann Ágúst Jó­hanns­son, María Lilja Þrast­ar­dótt­ir, Matth­ías Már Magnús­son, Óli Dóri og Trausti Júlí­us­son.

Ráðið fór yfir á þriðja hundrað hljóm­platna sem komið hafa út á ár­inu, en þar af voru 170 ra­f­ræn­ar út­gáf­ur. Stærri dóm­nefnd hef­ur nú hafið störf og sér um að velja 6 plöt­ur af Kraum­slist­an­um sem hljóta munu Kraum­sverðlaun­in.

 

Úrvalslisti Kraums 2015 – Listinn er birtur í stafrófsröð

as­dfgh – Stein­gerv­ing­ur
Dj flug­vél og geim­skip – Nótt á hafs­botni
Dul­vit­und – Lífs­ins þungu spor
Fuf­anu – Few More Days To Go
Gísli Pálmi – Gísli Pálmi
Gunn­ar Jóns­son Colli­der – Apes­hedder
Jón Ólafs­son & Fut­ur­egrap­her – Eitt
Krist­ín Anna Val­týs­dótt­ir – Howl
Lord Pusswhip – … is Wack
Misþyrm­ing – Söngv­ar elds og óreiðu
Mr Silla – Mr Silla
Muck – Your Joyous Fut­ure
Myrra Rós – One Among­st Ot­h­ers
Nordic Af­fect – Clockwork­ing
Ozy – Dist­ant Present
Presi­dent Bongo – Serengeti
Sól­ey – Ask The Deep
Teit­ur Magnús­son – 27
Tonik En­semble – Snaps­hots
TSS – Me­an­ing­less Songs
Vag­ina­boys – Icelandick