Nýtt lag með Útidúr

 

Hljómsveitin Útidúr var að senda frá sér lagið Morbid Pleasure (Train part II) sem verður á þeirra þriðju breiðskífu sem sveitin er að leggja lokahönd á um þessar mundir. Í laginu er sungið um sveigjanleika tímans og hvernig skal umgangast hann án þess að brjóta tennurnar af stressi. Grunnur lagsins er hröð og nokkuð stressandi bassalína sem ofan á koma ákaflega smekklegar útsetningar fyrir strengi og blástur eins og Útidúrs er vona og vísa.

 

Lagið var tekið upp af Kára Einarssyni úr Oyama og hljóðblandað af honum og sveitinni. Von er á enn ónefndri þriðju breiðskífu Útidúrs snemma á næsta ári en sveitin hóf upptökur á henni fyrir um þremur árum síðan. Útidúr munu svo spila á tónleikum á Húrra þann 3. Janúar næstkomandi ásamt Orphic Oxtra og Miri. Hlustið á Morbid Pleasure (Train part II) hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *