13.9.2016 16:11

Wesen niðrá strönd

 

Reykvíska hljómsveitin Wesen sendi í dag frá sér smáskífuna Beach Boys, en fyrsta breiðskífa sveitarinnar er væntanleg 14. október. Lagið býr yfir trópíkölsku andrúmslofti sem hentar einkar vel til að gleyma nýkomnu haustinu sem herjar á landann. Myndbandið var gert af Þóri Bogasyni (út Just Another Snake Cult), en það bætir enn meira ofan á draumkennda strandstemmninguna í laginu. Wesen skipa Júlía Hermannsdóttir (Oyama) og Loji Höskuldsson (Sudden Weather Change), en Árni Rúnar Hlöðversson sá um hljóðblöndun lagsins. Horfið og hlustið hér fyrir neðan.


©Straum.is 2012