15.9.2016 13:37

Prins Póló gefur Dúllur

 

Prins Póló sem nýlega slædaði upp hart upp alla vinsældalista landsins með laginu Læda Slæda, var rétt í þessu að henda frá sér nýju lagi sem nefnist einfaldlega Dúllur. Það er þung rafræn undiralda í laginu og kraftwerklegar slaufur sem gætu fleytt því á ansi mörg dansgólf á næstunni. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.


©Straum.is 2012