Vaginaboys fá ekki nóg – myndband

Leynisexígrúppan Vaginaboys voru rétt í þessu að sleppa sínu fyrsta tónlistarmyndbandi á lendur veraldarvefsins. Það er við slagarann Ekki nóg og í því má sjá kjöt, chili pipar og ýmis önnur matvæli notuð í vafasömum tilgangi. Þá kemur KFC plastpoki og stærðarinnar tannbursti við sögu. Myndbandinu er leikstýrt af Birni Loka og Gabríel Bachman og telst með því ferskasta sem hefur borið fyrir okkar augu á þessu herrans ári. Horfið á það hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *