Tónleikar helgarinnar 7. – 9. apríl 2016

Fimmtudagur 7. apríl

Tónleikaröðin Geimskot fer fram í þriðja sinn á Húrra. Að þessu sinni kom Ásdís, Young Karin og DJ Aymen fram. Það er ókeypis inn og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

Útgáfutónleikar Bangoura Band fara fram í Tjarnarbíó. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Söngvarinn og gítarleikarinn Daníel Hjálmtýsson kemur fram á Dillon ásamt hljómsveitinni Electric Space Orchestra. Frítt inn og leikar hefjast 22.00.

Föstudagur 8. apríl

TENGSL er ný tónleikaröð á Húrra þar sem frændur, frænkur, systur, bræður, pabbar, mömmur, ömmur, afar og vinir koma saman, vinna, skapa og mynda TENGSL á annan hátt. Fyrsta kvöldið eru styrktartónleikar tileinkaðir Lindu Mogensen en hún hefur verið að berjast við illviðráðanlegt krabbamein. TENGSL 1 ERU: Mammút Stereo Hypnosis X Heart Brilliantinus. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og það kostar 2500 kr inn.

Hljómsveitirnar Good Moon Deer, Sísý Ey, SYKUR  og Vök dj-a á Rafnæs sem fer fram á Palóma. Kvöldið hefst klukkan 23:00 og það kostar 500 kr inn fyrir klukkan 1:00 og 1000 kr eftir það.

Laugardagur 9. apríl

Hljómsveitin Amabadama heldur tónleika á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og miðaverð er 2000 kr.

Úrslitakvöld Músíktilrauna 2016 fara fram í Hörpu. Kvöldið hefst klukkan 17:00

Tilraunahljómsveitirnar ellefu eru sem hér segir:

Spünk

Miss Anthea

Körrent

Hórmónar

Náttsól

Amber

Wayward

Magnús Jóhann

Vertigo

Helgi Jónsson

RuGl

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *