Myndbands frumsýning: Imprints – Tonik Ensemble

Tonik Ensemble sendir frá sér nýtt myndband við lagið Imprints af plötunni Snapshots sem kom út í fyrra.
Myndbandið var unnið af Sigrúnu Hreins með rotoscope tækni og innblásið af texta lagsins, en lagið hefur að geyma hugleiðingar um líf og tilveru og þá sértaklega þau spor sem við skiljum eftir okkur.
Tonik Ensemble kom fram á Aldrei fór ég suður, og mátti þar heyra drög að nýju efni, sem vænta má síðar á árinu.

Tonik Ensemble – Imprints from Sigrún Hreins on Vimeo.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *