Tónleikar helgarinnar 7 – 10. maí 2015

Fimmtudagur 7. maí

Stórtónleikar Nýaldarvina verða haldnir hátíðlegir á tónleika- og skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu. Þeir tónlistarmenn sem fram koma á Stórtónleikum Nýaldarvina eru russian.girls, Indriði og Arnljótur. 1000 kr inn  og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Í ár fagnar Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, 20 ára afmælisári sínu og í tilefni þess stendur félagið fyrir styrktartónleikum á Rósenberg. Þeir sem koma fram eru – Skúli mennski, – Bjartmar Guðlaugsson, – Teitur Magnússon, – Jóhann Helgason – KK. Aðgangseyrir: 3.000 kr og hefjast tónleikarnir 20:30.

Tónlistarmennirnir Mr. Silla & Tyler koma fram á Hlemmur Square. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Föstudagur 8. maí

Teitur Magnússon fagnar vinyl útgáfu á plötu sinni 27 í Lucky Records frá 18:00 – 21:00. Krystal Carma sér um að dj-a.

Hljómsveitin Valdimar kemur fram  á skemmtistaðnum Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Laugardagur 9. maí

Hljómsveitin The Roulette kemur fram á Bar 11 klukkan kl 22:30 enn það er ókeypis inn.

Good Moon Deer fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu með b2b DJ party ásamt SOLARIS SUN GLAZE í kjallarnum á Paloma. Fjörið hefst klukkan 23:00

Sunnudagur 10. maí

Meðlimir hljómsveitarinnar Fylkingen koma fram á Kex Hostel klukkan 14:30.

Owls of the Swamp & Scott Mertz coma farm á  Kex Hostel frá 21:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *