Fyrsta plata Good Moon Deer ókeypis

Raftónlistarmaðurinn Good Moon Deer gaf í dag út sína fyrsta breiðskífu. Platan nefnist Dot en hana er hægt að nálgast ókeypis á heimsíðu listamannsins. Good Moon Deer er hugarfóstur Guðmundar Inga Úlfarssonar en hann fremur tilraunakennda raftónlist þar sem hann klippir í sundur og splæsir saman hljóðbútum úr ýmsum áttum. Í tilefni útgáfunnar var einnig í dag frumsýnt myndband við fyrsta lag plötunnar, And, sem var leikstýrt af Hrefnu Sigurðardóttur og Axeli Sigurðssyni. Horfið á myndbandið hér fyrir neðan og hlaðið niður plötunni hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *