Tónleikar helgarinnar

Fimmtudagur 26. júní 

 

Hljómsveitin VAR munu stíga á stokk á Hlemmur Square og flytja nokkur lög af komandi breiðskífu þeirra “Hve ótt ég ber á” sem er væntanleg á komandi mánuðum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

 

amiina flytur tónlist við kvikmyndina Fantômas 2: Juve contra Fantômas í Mengi,  Kvikmyndinni verður einnig varpað á vegg. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð er 2.000 kr.

 

Heiladans númer 36 fer fram á Bravó. Experimental hiphop,techno & electronica

Fram koma: Lord Pusswhip, LaFontaine, Skurken og KGB. Kvöldið byrjar klukkan 21 og það er frítt inn.

 

 

Föstudagur 27. júní 

 

Hljómsveitirnar Grísalappalísa og Reykjavíkurdætur koma fram á Gauknum. Húsið opnar 21:00 og það kostar1500 kr. inn.

 

Kiriyama Family koma fram á Húrra ásamt Young Karin og Mixophrygian. Það kostar 1000kr inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Franski hljóð og sjónlistamaðurinn Saphy Vong kemur fram í Mengi. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð er 2.000 kr.

 

Laugardagur 28. júní 

 

DIMMA mun halda tvenna tónleika á Gauknum. Kl 16 verða tónleikar án aldurstakmarks. Sérstakir gestir verða Meistarar dauðans en um er að ræða barnunga þungarokkara sem eru ótrúlega þéttir. Miðaverð inn á fyrri tónleikana er 1000 kr.

Kl 22 verða svo öllu hefðbundnari tónleikar þar sem sérstakir gestir verða Different Turns. Miðaverð inn á seinni tónleikana er 2000 kr.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *