Tónleikar helgarinnar 20. – 22. maí 2016

Föstudagur 20. maí

GANGLY,  AUÐUR og ULTRAORTHODOX koma fram á tónleikum á Húrra sem hefjast á slaginu 21:30. Það kostar 1500 kr inn.

Hljómsveitin Rythmatik hefur verið að vinna í nýju efni síðustu vikur og í tilefni af því heldur hjómsveitin partý á Loft Hostel þar hún frumsýnir myndband við nýja lagið sitt, Sugar Rush. Veislan byrjar kl 20:00 og myndbandið verður sýnt nokkrum sinnum yfir kvöldið. Hljómsveitin stígur svo á stokk kl 21:00 og spilar nokkur vel valin lög. Það er frítt inn.

Laugardagur 21. maí

Jom Comyn frá Kanada kemur fram ásamt Árna V og Markúsi á stofutónleikum á Reykjavík Roasters Brautarholti 2. Það er ókeypis inn og hefjast leikar klukkan 20:00.

Kristín Anna Valtýsdóttir kemur fram í Mengi klukkan 21:00. Það kostar 2000 kr inn.

Sunnudagur 22. maí

Mikael Lind kemur fram á Lowercase night á Prikinu klukkan 21:30, það er ókeypis inn.

Jom Comyn frá Kanada kemur fram ásamt Árna V og Markúsi á tónleikum í Gym og Tonic salnum á Kex Hostel. Það kostar 1500 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *