Scott Hardware á Húrra 25. maí

Kanadíski raftónlistarmaðurinn Scott Hardware frá Toronto byrjar Evróputúr sinn á Húrra í Reykjavík þar sem hann kemur fram ásamt reykvísku hljómsveitinni Wesen miðvikudagskvöldið 25. maí. Útvarpsþátturinn/vefsíðan Straumur sér um að dj-a eftir tónleikana og milli atriða. Húsið opnar klukkan 20:00, tónleikarnir hefjast 21:00 og það kostar aðeins 1000 kr inn. Vefsíðan Gorilla Vs Bear fjallaði nýlega um  nýjasta myndband Scott Hardware við lagið New Money Walk en það má horfa á það hér fyrir neðan. Hér er viðburðinn á Facebook.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *