Tónleikahelgin 5.-6. febrúar

Föstudagur 5. febrúar

 

Argentínski raftónlistarmaðurinn Alan Courtis kemur fram í Mengi. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Það verður svokallað Throwdown kvöld á Gauknum þar sem rapp og hip hop verður í hávegum haft. Það verður rappað á ensku, spænsku og íslensku en eftirfarandi listamenn munu koma fram: VALBY BRÆÐUR, ÞRIÐJA HÆÐIN, KÍLÓ, RÍMNARÍKI, HOLY HRAFN & BINNI BÓ, ROYCER, BRÓÐIR BIG & GRÁNI ft. MC BJÓR & MORGUNROÐI, LAMAKO, AUTHENTIC, HETTUMÁVAR. Rappið byrjar klukkan 21:30 og aðgangur er ókeypis.

 

The Dirty Blues Band ætla að framkvæma blús- og fönkgjörning á Dillon. Leikar hefjast 22:30 og ókeypis inn.

 

Laugardagur 6. Febrúar

 

Það verður Karníval og latín stemmning á Húrra en fram koma dj samba, Samúel Jón Samúelsson Big Band, danshópurinn Capoeira Mandinga og Reykjavík Batucada. Dagskráin hefst 21:00 en Big Bandið hans Samma stígur á stokk 22:00. Aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Bandarísku tónlistarkonurnar Rachel Beetz, flautuleikari og Jennifer Bewerse, sellóleikari, stefna saman tónlist franska miðaldatónskáldsins Guillaume Machaut og austurríska tónskáldsins Peter Ablinger í Mengi. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *