PJ Harvey á Airwaves

Nú rétt í þessu var tilkynnt um fyrstu listamennina sem hafa verið bókaðir á næstu Iceland Airwaves hátíð. Þar er stærsta nafnið vafalítið breska rokkgyðjan PJ Harvey. Hin bandaríska Julia Holter mun einnig stíga á stokk og hljómsveitin múm mun koma fram með hinum virta Kronos strengjakvartetti frá San Fransisco. Aðrir listamenn sem tilkynnt var um eru Mr. Silla, GKR, Axel Flóvent, Reykjavíkurdætur, Mammút, Sturla Atlas og Lush. Iceland Airwaves hátíðin fer fram á hinum ýmsu stöðum í miðbæ Reykjavíkur 2.-6. nóvember næstkomandi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *