Tónleikahelgin 27. – 29. mars 2014

Fimmtudagur 27. mars 2014

Systurnar í SamSam halda tónleika á Rosenberg. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl.20.30 og er miðaverð 1500 krónur.

Markús and Diversion Sessions & Per: Segulsvið koma fram á Café Ray Liotta við Hverfisgötu 26. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Á Bravó fer fram Heiladans númer 33. G. Larsen / Snooze Infinity / Epic Rain / It Is Magic koma fram og byrjar dansinn á slaginu 21. Ókeypis inn.

Hljómsveitirnar Bob, Strigaskór nr. 42 og The Cocksuckerband halda tónleika á Gauk á Stöng. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og það kostar 1000 kr. inn.

Urban Lumber frumsýna nýtt myndband á Hressó og halda tónleika strax á eftir. Myndbandið verður sýnt klukkan 23:00 og það er frítt inn. Mosi sér um upphitun.

 

 

Föstudagur 28. mars 2014

Reykjavíkurdætur og Dj Flugvélar og geimskip koma fram á tónleikum Undiröldunnar klukkan 17:30 Í Hörpu. Ókeypis aðgangur

Kaleo spila á tónleikum á Dillon. Það kostar 500 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00

 

 

 

Laugardagur 29. mars 2014

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *