Hlustaðu á nýja GusGus lagið

Rétt í þessu var nýjasta smáskífa GusGus að detta á internetið. Lagið heitir Crossfade en það hefur heyrst á tónleikum með sveitinni undanfarið rúmt ár. Lagið er ljúfsár og taktfastur óður til danstónlistar og DJ-menningar, hlaðinn nostalgíu og fögnuði. Það verður á breiðskífu með sveitinni sem er væntanleg síðar á árinu. Síðasta plata GusGus, Arabian Horse, kom út árið 2011 og hlaut einróma lof gagnrýnenda, grúskara og meginþorra almennings. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *