Tónleikahelgin 24.-25. júlí

 

Föstudagur 24. júlí

 

Wesen, Nolo og Æla koma fram á Boston í þessari röð. Fyrsta band hefur leik klukkan 20:45 og það er ókeypis inn.

 

Arnljótur Sigurðsson spilar nýja taktdrifna raftónlist í bland við eldra efni í Mengi. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Bárujárn og Sindri Eldon & The Ways koma fram á Bar 11. Ballið byrjar 22:30 og það er bjór á tilboðsverðir til miðnættis. Ókeypis inn.

 

Caterpillarmen slá upp tónleikum á Dillon þar sem verður ruglað saman reitum og spilað sitt í hvoru lagi. Frítt inn og byrjar 22:30.

 

Laugardagur 25. júlí

 

Belgíski hönnuðurinn og tónlistarmaðurinn Nicolas Kunysz spilar tilraunakennda raftónlist undir áhrifum ambíent og drón tónlistar í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Davíð & Hjalti, Viktor Birgis og Gervisykur munu spila lifandi raftónlist á Boston. Tandri & Nærvera og DJ Kári munu þeyta skífum. Gleðin hefst 21:00 og það er alveg frítt inn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *