Tónleikahelgin 22. – 25. maí

 

Fimmtudagur 22. maí 

dj. flugvél og geimskip ríður á vaðið í sérstakri tónleikaseríu í Mengi á meðan Listahátíð í Reykjavík stendur yfir. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn. 

 

Föstudagur 23. maí 

Hljómsveitirnar Oyama og Jordan Dykstra spila á Undiröldunni í Hörpu. Tónleikarnir hefjast klukkan 1730 og það er ókeypis inn. 

Skúli Sverrisson spilar á tónleikaseríu í Mengi í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn. 

Hljómsveitirnar Vök og Kajak spila á ókeypis tónleikum á Húrra sem hefjast á slaginu 22:00

 

 

Laugardagur 24. maí 

Bandaríski listamaðurinn Lee Ranaldo er best þekktur sem einn af stofnendum og gítarleikari hljómsveitarinnar Sonic Youth, kemur fram ásamt einkonu sinni Leuh Singer

á tónleikum á Listahátíð í Reykjavík. Tónleikarnir fara fram í Silfurberg í Hörpu og hefjast klukkan 21:00. Það kostar 4000 kr inn.

Hljómsveitirnar kimono og Knife Fights koma fram á tónleikum á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 500 kr inn.

 

Sunnudagur 25. maí 

Norska söngkonan, tónsmiðurinn og textahöfundurinn Sidsel Endresen spilar á tónleikaseríu í Mengi í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn.

AMFJ og Chris Sea koma fram á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *