Tónleikahelgin 1.-3. október

 

Fimmtudagur 1. október

 

a & e sounds, russian.girls og Þóranna Björnsdóttir koma fram á tónleikum á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Bang Gang fagna útgáfu plötunnar The Wolfes Are Whispering með tónleikum í Gamla bíói. Sérstakir gestir á tónleikunum verða JB Duncel úr frönsku sveitinni Air, Daniel Hunt úr Ladytron og Jófríður Ákadóttir úr Samaris. Gangly sjá um upphitun en miðaverð er 3500 (midi.is) og tónleikarnir byrja 20:30.

 

Föstudagur 2. október

 

Sísí Ey halda útgáfutónleika- og partý á Paloma. Sísí Ey og Vagina Boys koma fram live en plötusnúðar eins og Hercules and Love Affair, Margeir, IntroBeats og Oculus munu þeyta skífum. Aðgangseyrir er 1500 krónur (tix.is) og partýið hefst 23:00.

 

Ham spila í Gamla bíói en um upphitun sjá Lazyblood. Húsið opnar 20:00, Lazyblood stíga á stokk 21:00 og miðaverð er 2900 krónur (tix.is).

 

Breski Berlínarbúinn Sam Slater kemur fram á tónleikum í Mengi. Miðaverð er 2000 krónur og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Laugardagur 3. október

 

Dimma heldur tvenna tónleika á Húrra. Þeir fyrri eru klukkan 16:00 og opnir öllum aldurshópum og miðaverð á þá er 1000 krónur. Þeir seinni byrja 22:00 og þá sjá Alchemia um upphitun og Dimma byrja svo um 23:00. Það kostar 2000 krónur inn á seinni tónleikana.

 

Kría Brekkan flytur frumsamið efni í Mengi. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Arnljótur og Ultraorthodox spila í plötubúðinni Lucky Records á Hverfisgötu. Tónleikarnir byrja 16:00 og kostar ekkert inn.

 

Sænski plötusnúðurinn Petter B kemur fram á Paloma ásamt Exos og Yamaho. Miðaverð er 1000 og djammið byrjar upp úr 23:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *