Nýtt myndband frá Just Another Snake Cult

Íslenska hljómsveitin Just Another Snake Cult var að senda frá sér myndband við lagið You Live You Die. Þórir Bogason söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar gerði myndbandið sem tekið var upp í æfingarhúsnæðinu Reglu hins öfuga pýramída í febrúar. Helga Jóns, Jón Bragi Pálsson, Bjarki Sól, Stína Jóhannesdóttir, Sveinbjörn Thorarensen, Pontus Djarv, Lucy Hill, Pálmi Freyr Hauksson, Hjalti Freyr Ragnarsson, Indriði Arnar Ingólfsson og Andrea Kristinsdóttir koma fram í myndbandinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *