Streymið Tomorrow’s Harvest klukkan 20:00

Hægt verður að hlusta á streymi af Tomorrow’s Harvest, nýjustu plötu Boards of Canada, á youtube síðu sveitarinnar nú klukkan 8 í kvöld. Hægt verður að hlusta á plötuna aðeins í þetta eina skipti þannig að aðdáendur þurfa setjast við tölvurnar klukkan 8 til að ná henni frá byrjun. Í síðustu viku var haldið hlustunarpartý fyrir plötuna í skemmtigarði í miðri Arizona eyðimörkinni og fyrir um tveimur vikum sendu Boards-liðar frá sér myndband við fyrsta lagið af plötunni, Reach For The Dead, sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Tomorrow’s Harvest kemur út þann 10. júní næstkomandi og er beðið með mikilli eftirvæntingu af æstum aðdáendahóp sveitarinnar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *