Sónar aftur í Reykjavík á næsta ári

Í dag staðfestu aðstandendur Sónar-Hátíðarinnar að hún verði haldin í annað sinn í Reykjavík á næsta ári. Hátíðin mun fara fram í Hörpunni dagana 13. til 15. febrúar og verður bætt við tveimur auka sviðum á gangi tónlistarhússins auk þess sem sérstakir tónleikar verða haldnir í Eldborgarsalnum. Ekkert hefur enn verið gefið upp um listamenn sem munu koma fram. Fyrsta Sónar-hátíðin í Reykjavík var haldin í febrúar á þessu ári en umfjöllun Straum.is um hana er hægt að kynna sér hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *