Smáskífa frá Daphni

Dan Snaith sem er best þekktur undir nafninu Caribou sleppti frá sér laginu Pairs í gær. Snaith gefur lagið út undir hliðarverkefni sínu Daphni sem hann notar til að gefa út tónlist með elektrónískari áherslum. Lagið verður að finna á plötunni JIAOLONG sem kemur út þann 9. október næstkomandi. Daphni er þriðja nafnið sem Snaith notast við, en hann hóf feril sinn undir nafninu Manitoba. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið Pairs.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *