Fyrsta lagið af nýjustu plötu Aphex Twin sem er beðið með mikilli eftirvæntingu um allan heim var að detta á netið. Lagið ber hinn þjála titil Minipops 67 [120.2][Source Field Mix] og er löðrandi í fingraförum rafmeistarans sem hefur greinilega engu gleymt. Aphex Twin gaf út síðustu breiðskífu sína, Drukqs, árið 2001 þannig að aðdáendur eru orðnir langeygðir eftir Syro sem kemur út þann 23. september. Minipops 67 er með níðþungum og brotnum takti í bland við draugalegar raddið og bjagaða píanóhljóma og hefði ekki getað komið frá neinum öðrum en sjení-inu sjálfu. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.
Category: Fréttir
Fyrsta myndbandið frá Sindra Eldon
Tónlistarmaðurinn Sindri Eldon gefur út sína fyrstu sólóplötu sem ber nafnið Bitter & Resentful þann 6. október. Sindri sendi í gær frá sér sitt fyrsta myndband sem er við lagið Honeydew og var gert af honum sjálfum auk Rútar Skærings N. Sigurjónssonar. Sindri hefur komið víða við á tónlistarferlli sínum og hefur m.a. verið meðlimur í hljómsveitum á borð við Dáðadrengi, Slugs og Dynamo Fog.
Straumur 1. september 2014
Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Slow Magic, QT, Shon, Zammuto, Interpol, Blonde Redhead og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.
Straumur 1. september 2014 by Straumur on Mixcloud
1) Hey QT – QT
2) Waiting For You – Slow Magic
3) Cat On Tin Roof – Blonde Redhead
4) No More Honey – Blonde Redhead
5) Want Your Feeling – Jessie Ware
6) Begging For Thread – Banks
7) Gamma Ray (Legowelt remix) – Richard Fearless
8) IO – Zammuto
9) Electric Ant – Zammuto
10) All The Rage Back Home – Interpol
11) Everything Is Wrong – Interpol
12) The Chase – Sohn
13) West Coast (Coconuts Records cover) – Mainland
14) This Is The End – Asonat
Tónleikar helgarinnar 28. – 30. ágúst
Fimmtudagur 28. ágúst
Elín Ey kemur fram á Hlemmur Square klukkan 20:00. Það er frítt inn.
Yagya, Buspin Jeber og Oracle koma fram á Heiladans á Bravó. Aðgangur ókeypis og fjörið hefst klukkan 21:00
Audionation, Andrea og vinir halda tónleika á Gaunknum. Það kostar 1000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00
Breski dúettinn The Honey Ants kemur fram á efri hæð Dillon kl. 22.00. Um upphitun sér íslenska sveitin Himbrimi. Frítt er inn á tónleikana.
Sonic Electric og Touching Those Things koma fram í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn. Sonic Electric blandar óræðum töktum og tilraunakenndum hávaða saman við spuna ýmissa hljóða sem mynduð eru á staðnum. Touching Those Things er hugarfóstur listamannsins Leah Beeferman frá New York.
Föstudagur 29. ágúst
Útgáfuteiti fyrir fyrstu plötu Pink Street Boys fer fram á Húrra. Ásamt þeim koma fram: Skelkur í bringu, Panos From Komodo, Rattofer og DJ Musician. Teitið hefst klukkan 22:00 og það kostar 500 kr inn
Beebee and the bluebirds og Skúl Mennski koma fram á Gauknum. Aðgangseyrir er 1500 kr og tónleikarnir hefjast klukkan 21:30
Kveðjupartý hljómsveitarinnar Morgan Kane fer fram á Bar 11 en ásamt þeim munu Pungsig og Saktmóðigur spila. Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:30.
Laugardagur 30. ágúst
Hljómsveitin Leaves kemur fram á Dillon og mun taka lög af sinni nýjustu breiðskífu. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 500 krónur inn.
Önnur plata Asonat
Íslenska rafpoppsveitin Asonat gefur út sína aðra plötu þann 30. september. Á nýju skífunni er upprunalega tvíeykið með þá Jónas Þór Guðmundsson (Ruxpin) og Fannar Ásgrímsson (Plastik Joy) innanborðs orðið að tríói með innkomu frönsku söngkonunnar Olènu Simon. Þar sem meðlimir sveitarinnar eru búsettir bæði í Reykjavík og Tallinn þá átti gerð breiðskífunnar sér langan aðdraganda, en líkt og nafn skífunnar gefur til kynna þá er það sú óræða tenging milli meðlima sveitarinnar sem gerir hana svo sérstaka og áhugaverða.
Samkvæmt hjómsveitinni er Þema skífunnar tenging milli einstaklinga – eða réttara sagt skortur á tengingu. “Lögin hafa að geyma texta um glötuð tækifæri og glataðar tengingar milli ástvina.”. Á plötunni eru tíu frumsamin lög með sveitinni og er hér á ferðinni ein af betri útgáfum á Íslandi á þessu ári. Hápunktar plötunnar eru hið fallega opnunarlag Quiet Storm, hið draumkennda Rather Interesting og lokalagið This Is The End þar sem Simon syngur á móðurmáli sínu. Platan var til umfjöllunar í síðasta þætti af Straumi og má heyra lögin Quiet Storm og Rather Interesting í þættinum á 36. mínútu.
Straumur 25. ágúst 2014 by Straumur on Mixcloud
Hér fyrir neðan má sjá þá Jónas og Fannar koma fram í listasmiðju í Rússlandi í fyrra.
Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves
Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200.
Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves og hvetja skipuleggjendur áhugasama um hafa hraðar hendur en undanfarin ár hefur selst upp á hátíðina í byrjun september.
Þeir listamenn sem nú bætast við listann eru:
Anna Calvi (UK)
How To Dress Well (US)
Sin Fang
Eskmo (US)
Mugison
Pétur Ben
Ylja
Yumi Zouma (NZ)
Kiasmos
dj. flugvél og geimskip
Low Roar
La Luz (US)
Horse Thief (US)
Mr. Silla
Amabadama
Lára Rúnars
Kira Kira
Ibibio Sound Machine (UK)
Greys (CA)
Kría Brekkan
Hafdís Huld
Boogie Trouble
Vox Mod (US)
M-Band
Auxpan
Yamaho
Thor
Exos
Yagya
Octal
Ruxpin
Amaury
Byrta (FO)
Gengahr (UK)
Sometime
Momentum
BNNT (PL)
Stara Rzeka (PL)
Lord Pusswhip
Óbó
Rúnar Þórisson
Alvia Islandia
Geislar
Þeir bætast í hóp fjölda listamanna sem áður hafa verið tilkynntir eins og Flaming Lips, The Knife, The War on Drugs, Caribou, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, Hozier, Sóley, FM Belfast, Jungle, Klangkarussell, La Femme, Mammút, Kelela, Radical Face, Valdimar, East India Youth, Árstíðir, Jaakko Eino Kalevi, Prins Póló, Agent Fresco, Ballet School, Ezra Furman, Lay Low, Kwabs, Son Lux, Tomas Barfod, The Vintage Caravan og Vök.
Straumur 25. ágúst 2014
Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýjar plötur frá The New Pornographers og Asonat auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Peaking Lights, Real Estate, Oliver og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.
Straumur 25. ágúst 2014 by Straumur on Mixcloud
1) Brill Bruisers – The New Pornographers
2) Bother – Les Sins
3) Fast Forward – Oliver
4) Paper Dolls (The Nerves cover) – Real Estate
5) Champions of Red Wine – The New Pornographers
6) Dancehall Domine – The New Pornographers
7) You Tell Me Where – The New Pornographers
8) Breakdown – Peaking Lights
9) Quiet Storm – Asonat
10) Rather Interesting Asonat
11) Say My Name (ft. Zyra) – ODESZA
12) Perfect Secrecy Forever – Pye Corner Audio
Tónleikar helgarinnar – Menningarnótt
Föstudagur 22. ágúst
Cosmic Berry og RÊVE koma fram á tónleikum á Mengi. Cosmic Berry er frá París og syngur og spilar rafmagnaða og órafmagnaða tónlist með lykkjum og töktum. Lög hennar byggja upp hljóðheim sem kannar hógværar kenndir og litlar agnir úr daglegu lífi. RÊVE blandar órafmögnuðum einingum, sambærilegum hljóðum og afskræmingum til að skapa fínofna draumaheima sem lenda í óveðri. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Það er Sci-Fe Metal Doom kvöld á Dillon og hljómsveitirnar Ring of Gyges og Slor koma fram. Byrjar 22:00 og ókeypis inn.
Laugardagur 23. ágúst – Menningarnótt
Vegna Menningarnætur og óheyrilegs fjölda tónleika um daginn og kvöldið munum við einungis stikla á því stærsta af þeim tónleikum sem við erum hvað spenntastir fyrir. Áhugasamir geta nálgast dagskrá yfir alla tónleika dagsins hér, með því að velja flokkinn tónlist. Það er ókeypis inn á allt hér fyrir neðan, nema við tökum annað sérstaklega fram.
Helgi Valur, Jón Þór, MC Bjór og Bland og Boogie Trouble koma fram í þessari röð í garðinum við Ingólfsstræti 21a. Helgi Valur hefur leik klukkan 14:30 en tónleikarnir standa yfir til 17:00. Einnig verður boðið upp á vöfflur og kaffi
Á Hólmaslóð 2 út á Granda verður mikil tón- og myndlistarveisla þar sem tónlistarmennirnir sem eru með æfingaraðstöðu í húsinu koma fram. Þeir eru eftirfarandi: DEEP PEAK, Grísalappalísa, Útidúr, Just Another Snake Cult, Knife Fights, Kælan Mikla, Lord Pusswhip feat. Countess Malaise , MARKÚS & THE DIVERSION SESSIONS, Nolo, Skelkur í bringu, Wesen, Benson Is Fantastic, DJ Lamp Vader, it is magic. Lifandi tónlist, einstakar uppákomur, stór myndlistarsýning í öllum rýmum og veitingasala verður opin frá 14:00 og frameftir kvöldi. Fjöldi listamanna af yngri kynslóðinni sýna verk sín og koma fram, en þátttakendur hátíðarinnar hafa það sameiginlegt að hafa starfrækt iðju sína á svæðinu undanfarin ár.
FALK (Félag Allskonar Lista-manna & -Kvenna) býður á Menningarnótt upp á sjónhljóðræna veislu á Vitatorgi (horni Hverfisgötu og Vitastígs). Dagskráin er eftirfarandi:
17.00 Siggi Ámundar Gjörningur
17:30 AMFJ Hljóðverk
18:00 Blaldur Ultra Truth Gjörningur
18:30 Þóranna Trouble Hljóðverk
19:00 Oberdada von Brutal Hljóð/gjörningur
19:30 Kælan Mikla Hljóð/gjörningur
Útgáfan Möller Records stendur fyrir tónleikum á Ingólfstorgi. Rjóminn af íslensku raftónlistarfólki kemur fram undir berum himni, þar á meðal Skurken, Bistro Boy, Steve Sampling, Tanya & Marlon, Snooze Infinity, EinarIndra, Modesart og Hazar. Tónleikarnir hefjast klukkan 18:00 og standa til klukkan 23:00.
Goðsagnakennda sörfsveitin Brim er komin saman aftur og mun halda brjálað stuðball í Iðnó. Brim leikur ósungna og hressa sörftónlist af hreinustu gerð og gaf m.a. út plötuna “Hafmeyjur og hanastél” hjá Smekkleysu árið 1996. Ballið byrjar á miðnætti og stendur til 03:00 en sérstakur gestur í hléi er DJ. Flugvél og geimskip. Miðaverð er 2500 krónur og forsala miða er í fullum gangi á midi.is.
Boogie Trouble og vinir munu standa fyrir rokna balli á menningarnótt á skemmtistaðnum Húrra, og leika frumsamið efni og vel valda sparislagara fram á rauða nótt. Ballið hefst 23:30.
Sunnudagur 24. ágúst
Justin Timberlake – Alveg rosalega uppselt.
The Knife á Iceland Airwaves
Rétt í þess var tilkynnt að sænska systkinahljómsveitin The Knife muni koma fram á næstu Iceland Airwaves hátíð í nóvember næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem The Knife kemur fram á Íslandi og verða tónleikarnir auk þess þeir síðustu á Shaking The Habitual-tónleikaferðalaginu sem hófst á síðasta ári. Knife hafa verið leiðandi afl í raftónlist í rúmlega áratug og bæði samið ódauðlega poppsmelli eins og Heartbeats en líka reynt á þanmörk formsins í endalausum tilraunum á sinni síðustu plötu, Shaking The Habitual. Óheyrilegur fjöldi listamanna kemur fram á Iceland Airwaves í nóvember og má þar nefna Flaming Lips, The War on Drugs, Caribou, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, , La Femme, Mamút og Kelela.
Horfið á myndbandið fyrir Full of Fire hér fyrir neðan.
Neutral Milk Hotel í Hörpu í kvöld
Bandaríska indísveitin Neutral Milk Hotel kemur fram í kvöld í Norðurljósasal Hörpu. Sin Fang sjá um upphitun en tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og ennþá eru lausir miðar sem hægt er að nálgast hér. Neutral Milk Hotel gáfu út hina goðsagnakenndu plötu In The Aeroplane Over the Sea árið 1998 og lögðu upp laupanna ári síðar en komu aftur saman til tónleikahalds á síðasta ári. In The Aeroplane Over the Sea nýtur mikillar aðdáunar í kreðsum óháðra tónlistarspekúlanta og var meðal annars valin fjórða besta plata tíunda áratugarins af indíbiblíunni Pitchfork. Þá hefur sveitin haft ómæld áhrif á seinni tíma indísveitir á borð við Arcade Fire og Beirut.