Tónleikahelgin 6.–8. október

 

Fimmtudagur 6. október

 

Nýtt tónlistarmyndband Snorra Helgasonar við lagið Sumarrós verður frumsýnt á Húrra. Hefst 8, ókeypis inn og veitingar í boði.

 

Föstudagur 7. október

 

Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson koma fram í Mengi. Hefst 21:00 og 2000 krónur inn.

 

Grúska Babúska, Skaði og Mighty Bear koma fram á Gauknum. Byrjar 21:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

 

Laugardagur 8. október

 

Ólöf Arnalds kemur fram í Mengi. Það kostar 2000 kr. inn og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Q4U halda blása til útgáfutónleika fyrir plötu sína Qþrú á Húrra. Tanya og Marlon hita upp, tónleikarnir byrja 21:00 og það kostar 2000 krónur inn.

You’re so Pretty – FM Belfast

Íslenska stuðhljómsveitin FM Belfast sendi í dag frá sér lagið You’re so Pretty. Hljómsveitin frumflutti fyrst lagið í gegnum Facebook live í hádeginu en nú er hægt að streyma laginu og kaupa á 1 $ á heimasíðu og Bandcamp síðu sveitarinnar.

Straumur 3. október 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Tycho, Sekuoia, Kero Kero Bonito, Ruxpin, Maria Davidson og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Trampoline – Kero Kero Bonito
2) Horizon – Tycho
3) Glider – Tycho
4) Continuum – Tycho
5) Lapis – Machinedrum
6) Tell U – Machinedrum
7) Someone’s Problem – Sekuoia
8) Naive To The Bone – Marie Davidson
9) Freezing Out (ft. Peaches) – Mr. Oizo
10) Itaca Tropical – NOIA
11) From The Ground (ft. Kelela) – Danny Brown
12) Get Hi (ft. B-real) – Danny Brown
13) Dream Is Sometimes The Right Thing To Do – Ruxpin
14) Lullaby For Mountains – Ruxpin

Myndbands frumsýning: Spítali – Schaffhausen

Íslenska raftónlistar dúóið Spítali sem samanstendur af tónlistar- og myndlistarmönnunum Halldóri Ragnarssyni og Sindra Má Sigfússyni, sem áður voru saman í hljómsveitinni Seabear, sendi í dag frá sér glænýtt lag sem nefnist Schaffhausen. Félagarnir byrjuðu að eigin sögn að krukka í hústónlist saman seinasta vetur og var lagið You sem kom út í mars á þessu ári fyrsti afraksturinn af því samstarfi. Dúóið stefnir á að gefa út fjögra laga plötu í framtíðinni á vínyl og verða bæði lögin á henni. Eins og You var Schaffhausen hljóðblandað af Friðfinni Oculus ásamt hljómsveitarmeðlimum og masterað af Friðfinni. Straumur frumsýnir hér myndbandið við lagið sem gert var af Mána M. Sigfússyni.

aYia gefa út Water Plant

 

Rafpopp-þríeykið aYia hefur undanfarið ár unnið að tónlist saman en voru nú loksins að gefa út sitt fyrsta lag, Water Plant. Það er dökkt trip hop sem flæðir og fjarar í ýmsar áttir frá lágstemmningu yfir í alsælu. Útgáfufyrirtækið Hvalreki, sem er netundirútgáfa Bedroom Community, gefur út lagið og það er Valgeir Sigurðsson sem sér um hljóm- og tónjöfnun. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

Dagskrá Iceland Airwaves 2016 kynnt

og hana má nálgast sem PDF hér! Hátíðin er nú haldin í 18. sinn, dagana 2. til 6. nóvember. Þeir sem eiga miða skulu því setjast niður með kaffibolla eða mjólkurglas og rýna gaumgæfilega yfir uppsetninguna.

Miðasalan er á heimasíðu Iceland Airwaves og hvetja skipuleggjendur áhugasama um tryggja sér miða í tíma þar sem stutt er í að seljist upp.

Líkt og síðustu ár mun Straumur vera með kvöld á hátíðinni, en það verður haldið í Gamla Bíó föstudaginn 4. nóvember. Þar koma m.a. fram Frankie Cosmos, Hermigervill, Berndsen, Prins Póló og Lake Street Dive.

Straumur 26. september 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um væntanlegar plötur frá Hamilton Leithauser + Rostam og Nicolas Jaar, auk þess sem skoðað verður nýtt efni frá Dirty Projectors, Kaytranada, NxWorries, Swimming Tapes og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.


1) When The Truth Is – Hamilton Leithauser + Rostam
2) Sick As A Dog – Hamilton Leithauser + Rostam
3) Rough Going (I Won’t Let Up) – Hamilton Leithauser + Rostam
4) Keep Your Name – Dirty Projectors
5) Schaffhausen – Spítali
6) Night Owl (Juan Maclean remix) – Metronomy
7) All Night (Kaytranada remix) – Chance the Rapper
8) Lyk Dis – NxWorries
9) Tides – Swimming Tapes
10) Told You I’d Be With The Guys – Cherry Glazerr
11) The Governor – Nicolas Jaar
12) No – Nicolas Jaar
13) Classic Masher – Pixies
14) All I Think About Now – Pixies
15) Grand Hotel – Regina Spektor
16) Down (ft. jfdr) – Sin Fang

Suð gefur út Meira Suð!

Reykvíska Indie/lo-fi hljómsveitin Suð gaf í dag út sína aðra plötu sem nefnist einfaldlega Meira Suð. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu Hugsunarvélin árið 1998 en lagðist í dvala í kringum aldamótin. Suð gaf út sitt fyrsta lag í rúm 10 ár í sumar sem nefnist Á Flótta. Hægt er að hlusta á plötuna hér fyrir neðan.