Tónleikahelgin 14.-15. október

 

Föstudagur 14. október

 

Hin virta bandaríska indísveit Jeff The Brotherhood spilar á Húrra. Tónlist Jeff the Brotherhood mætti lýsa sem blöndu af bílskúrsrokki, sýrurokki, pönki og indie poppi og hafa þeir gefið út fimm stórar plötur sem hlotið hafa mikið lof gagnrýnenda. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur á tix.is eða við hurð.

 

Laugardagur 15. október

 

FM Belfast og Kött Grá Pje sameina krafta sína á Húrra. Tónleikarnir byrja 21:00 og miðaverð er 2500 krónur.

 

Hljómsveitin Rythmatík heldur útgáfutónleika á Loft Hostel. Þeir hefjast 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Þungarokkssveitin Skálmöld spilar tvo tónleika á Gauknum, þeir fyrri eru klukkan 17:00 og þeir seinni 22:00. Uppselt er í forsölu en eitthvað af miðum verður selt við hurð, miðaverð er 2000 krónur á fyrri tónleikana en 3900 á þá síðari.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *