Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves 2017

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni. Hér má sjá myndbandið með tilkynningunni.

Listamennirnir sem bætast við eru:
 
Between Mountains
Gunnar Jónsson Collider
Stefflon Don (UK)
Halldór Eldjárn
Exos
Gróa
Aldous Harding (NZ)
Jo Goes Hunting (NL)
Káryyn (US/SY)
Kontinuum
Korter í Flog
Ama Lou (UK)
Mahalia (UK)
Kælan Mikla
Ljósvaki
Milkywhale
Omotrack
Phlegm
Pink Street Boys
ГШ/Glintshake (RU)
Sycamore Tree
Guðrún Ýr

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin verður haldin í 19. skipti dagana 1. – 5. nóvember nk. Miðasala er hafin á tix.is

AKUREYRI
Eins og tilkynnt hefur verið mun hátíðin einnig vera haldin á Akureyri þar sem boðið verður upp á dagskrá í tvo daga og verða því enn fleiri möguleikar í boði fyrir hátíðargesti.

Eftirfarandi möguleikar eru í boði á Iceland Airwaves 2017:
Í boði verður að kaupa þrjár gerðir af miðum:

1) Almennur miði, gildir á alla viðburði hátíðarinnar,earlybird 17.900 kr, fullt verð 21.900 kr.
2) Akureyrarmiði, gildir á alla viðburði hátíðarinnar á Akureyri, 8.900 kr.
3) Akureyri + viðbót, gildir á alla viðburði hátíðarinnar á Akureyri og í Reykjavík dagana 4. og 5. nóvember, 14.900 kr.

Af þeim listamönnum sem tilkynntir voru í dag sem einnig koma fram á Akureyri eru Ásgeir, Benjamin Clementine (UK), Emiliana Torrini and the Colorist (IS/BE), Arab Strap (SCO), Emmsjé Gauti, GKR og Xylouris White (GR/AU).

Ásgeir mun halda sérstaka tónleika í Eldborg í Hörpu þar sem miðaafhending verður fyrir armbandshafa eftir “fyrstur kemur, fyrstur fær” reglunni. Það stefnir í stórt ár hjá Ásgeiri og mikil eftirvænting hefur verið eftir nýju efni en gaf hann út fyrsta lagið af væntanlegri plötu á dögunum. Hlusta má á það hér.

Straumur 3. apríl 2017

Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Joey Badass, Amber Coffman, Broken Social Scene, Kendrick Lamar og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Humble – Kendrick Lamar
2) Love Love Love – Moullinex
3) Halfway Home -Broken Social Scene
4) No Coffee – Amber Coffman
5) Good Morning Amerikkka – Joey Badass
6) Temtation – Joey Badass
7) Babylon (ft. Chronixx) – Joey Badass
8) Leila – Miami Horror
9) We Go Home Together (ft. James Blake) – Mount Kimbie
10) From A Past Life – Lone
11) ILY2 (Euphoria edit) – Lone
12) Your Samples, Our Obsession – Nap Eyes
13) Sugar for the Pill – Slowdive
14) Moment – Timber Timbre

Tónleikahelgin 31. mars – 1. apríl

 

Föstudagur 31. mars

 

Hljómsveitin GlerAkur kemur fram á Hard Rock Cafe. Byrjar 22:00 og 2000 krónur inn.

 

Sváfnir Sig og drengirnir af upptökuheimilinu spila á Dillon. Byrjar 22:00 og kostar ekkert inn.

 

Laugardagur 1. apríl

 

Hið svokallaða Stage Dive fest verður haldið í þriðja skipti á Húrra. Fram koma Dadykewl, Alva Islandia, Auður og kef LAVÍK. Gleðin hefst 21:00 og það kostar 1000 krónur inn.

 

Kött Grá Pje kemur fram ásamt Heimi og Hlyni úr Skyttunum á Hard Rock Cafe. Miðaverð er 2000 krónur og tónleikarnir byrja 22:00.

 

Úrslitakvöld Músíktilrauna fer fram í Norðurljósasal Hörpu. Kvöldið byrjar 17:00 og það kostar 2000 krónur inn.

 

Hipparokkbandið Lucy in Blue spilar á Dillon. Frítt inn og byrjar 22:00.

Straumur 27. mars 2017

Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Pond, Kendrick Lamar, Syd, Gorillaz, Moon Duo, Pacific Coliseum og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Andromeda (ft. D.R.A.M.)  – Gorillaz
2) Ascension (ft. Vince Staples) – Gorillaz
3) The Heart Part 4 – Kendrick Lamar
4) 2 Good 2 Be True – Nite Jewel
5) The Weather – Pond
6) Treading Water – Syd
7) Sevens – Moon Duo
8) Love You Still – Seeing Hands
9) This Time – Land Of Talk
10) Ocean City – Pacific Coliseum
11) MDM Anal [ACIWAX12] Acid Waxa – Roy Of the Ravers
12) Strømme – Vil

Tónleikar helgarinnar 23. – 25. mars

Fimmtudagur 23. mars

Skúli Mennski kemur fram á Rosenberg, tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Raftónlistarmaðurinn Futuregrapher heldur tónleika á Hlemmi Square sem hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn

Júníus Meyvant heldur tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði til að fagna heimkomu eftir vel heppnaða tónleikaferð um Evrópu. Húsið opnar kl. 20:00, tónleikar hefjast kl. 21:00. Miðaverð: 3990 kr.

Föstudagur 24. mars

Í kjölfar sýningarinnar Austurland: make it happen again fara fram tónleikar í Gym & Tonic salnum á Kex.

19:00 Svanur Vilbergs gítarleikari
19:30 Dj Ívar Pétur þeytir skífum
20:15 Vinny Vamos
21:00 Austurvígstöðvarnar
21:45 Prins Póló lokar kvöldinu og sendir okkur út í nóttina í gleðivímu

Pink Street Boys og Svavar Elliði taka höndum saman á Gullöldinni frá klukkan 22:00.

Júníus Meyvant heldur tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði til að fagna heimkomu eftir vel heppnaða tónleikaferð um Evrópu. Húsið opnar kl. 20:00, tónleikar hefjast kl. 21:00. Miðaverð: 3990 kr.

Laugardagur 25. mars

Í Tilefni af útgáfu Afrakstur Gerbakstur” en platan skartar mörgum af þéttustu neðanjarðarkisunum á Klakanum verður slegið upp smá veislu á BarAnanas á Klapparstíg. Kl: 20:00 verður platan Afrakstur Gerbakstur spiluð á efri hæðinn og svo þegar henni líkur verða tónleikar í tjaldinu. Fram koma: Vegan Klíkan, Holy Hrafn og HÁSTAFIR Frítt inn!

Snorri Helga og Mr. Silla koma fram saman á KEX Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30.

Straumur 20. mars 2017

Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá JFDR, The Orielles, Spoon, Real Estate, Conor Oberst og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.


 

 

1) Anew – JFDR
2) Destiny’s Upon Us – JFDR
3) Scrood (feat. Steve Lacy) – Jonti
4) Meditation ft. Jazmine Sullivan, KAYTRANADA) – Goldlink
5) 1 Night (feat. Charli XCX) – Mura Masa
6) Pleasure – Feist
7) Sugar Tastes Like Salt – The Orielles
8) Diamond Eyes – Real Estate
9) Holding Pattern – Real Estate
10) Handsome Devil – Oyama
11) WhisperI’lllistentohearit – Spoon
12) In An Emergency – Ross From Friends
13) Gossamer Thin – Conor Oberst
14) Empty Hotel By The Sea – Conor Oberst
15) Anything Goes – JFDR

Mark Sultan á Gauknum í kvöld

Kanadíski tónlistarmaðurinn Mark Sultan sem gengur undir listamannsnafninu BBQ   kemur fram á Gauknum í kvöld ásamt Pink Street Boys og Spünk. Sultan hefur gert garðinn frægan með The King Khan & BBQ Show, Almighty Defenders, Spaceshits og fleirum.

Sultans spilar ekta rokk og ról sem hann blandar saman með sálartónlist.  Hann hóf feril sinn 1995 með pönkhljómsveitinni Spaceshits og hefur gefið út 6 sólóplötur undir nöfnunum Mark Sultan og BBQ. Nýjasta platan hans heitir BBQ og kom út í janúar.

Tónleikarnir hefjast kl 22:00 og kostar 1000 krónur inn

Straumur 13. mars 2017

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Jacques Greene, Frank Ocean, Real Estate, The Shins og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Fall – Jacques Greene
2) Feel Infinite – Jacques Greene
3) Chanel – Frank Ocean
4) Fullir vasar – Aron Can
5) Home – Joe Goddard
6) Heartworms – The Shins
7) Fantasy Island – The Shins
8) ’79: Rock’n’Roll Will Ruin Your Life – The Magnetic Fields
9) ’69: Judy Garland – The Magnetic Fields
10) Stained Glass – Real Estate
11) Dr. Feelgood Falls Off the Ocean – Guided By Voices
12) Hurricane – D∆WN
13) Champagne Supernova (Oasis Cover) – Yumi Zouma
14) Third of May / Ōdaigahara – Fleet Foxes

Nýtt frá Aron Can

Reykvíski rapparinn Aron Can gaf fyrr í dag út myndband við glænýtt lag sem nefnist Fullir Vasar. Lagið sem er frábær tónsmíð fylgir á eftir plötunni Þekkir Stráginn sem gerði allt vitlaust í fyrra og var í fjórða sæti á lista Straums yfir bestu plötur ársins. Lagið var framleitt af þeim Aroni Rafni og Jóni Bjarna Þórðarsyni. Ágúst Elí Ásgeirsson leikstýrði myndbandinu og sá um upptökur á því ásamt þeim Andra Sigurði Haraldssyni og Pétri Andra Guðberssyni. En það var framleitt í samvinnu við Sticky Plötuútgáfu Priksins.