Safnskífa með Giorgio Moroder

Ítalski upptökustjórinn og lagahöfundurinn Giorgio Moroder mun þann 22. apríl gefa út safndisk með gömlu og sjaldgæfu efni frá árunum 1966 til 1975. Moroder er þekktastur fyrir samstarf sitt við Donnu Summer og kvikmyndatónlist við myndir eins og Scarface, Flashdance og Top Gun en á fyrri hluta ferilsins fékkst hann helst við tyggjókúlupopp. Af Moroder fréttist það síðast að hann hafi unnið með dúettnum Daft Punk að þeirra nýjustu plötu auk þess sem hann stofnaði Soundcloud síðu á síðasta ári þar sem hann hlóð upp ýmsu sjaldgæfu efni af löngum og farsælum ferli. Platan hefur hlotið heitið Schlagermoroder (Volume 1: 1966-1975) og gæti því verið sú fyrsta af mörgum skífum en á henni má meðal annars finna lagið Son of my Father frá 1972 sem má hlýða á hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *