Safarítúr í boði Washed Out

Tjillbylgju tónlistarmaðurinn Ernest Greene, betur þekktur undir sviðsnafninu Washed Out hefur sent frá sér myndband við lagið „Don‘t Give Up“ sem kom út í síðatliðnum mánuði. Lagið verður að finna á væntanlegri plötu Washed Out  sem hlotið hefur titilinn Paracosm og mun koma út þann 13. ágúst af útgáfufyrirtækinu Sub Pop. Ernest hefur notað yfir 50 hljóðfæri við gerð plötunnar sem verður hans önnur breiðskífa en frumraun hans Within and Without kom út árið 2011. „Don‘t Give Up“ er annað lagið sem heyrist af Paracosm, áður kom út smáskífan „It All Feels Right“ en platan mun innihalda 9 lög.
Í myndbandinu bregður fyrir ýmsum verum úr plöntu og dýraríkinu sem smell passa við ljúfa tóna listamansins.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *