12.4.2013 14:59

Prins Póló bjóða upp á Bragðarefi

Gleðigengið í Prins Póló setti nýtt lag í spilun á tónlistarveitunni Gogoyoko í dag. Lagið ber heitið Bragðarefirnir og vísar væntanlega til hinnar vinsælu nammiísblöndu, en Prinsinn er þekktur fyrir tíðar tilvísanir í matvæli í textum sínum. Lagið er nokurs konar lágstemmdur stuðsmellur og textinn er afar hnyttinn og súrrealískur. Ekkert annað band á Íslandi í dag kemst upp með línur eins og þessa: “Við keyrum flotta bíla og notum endaþarmsstíla, innflutta frá kína massadrullufína.”


©Straum.is 2012