24.1.2013 19:41

Nýtt Knife lag

Sænska elektró hljómsveitin The Knife gefur út lagið Full Of Fire í næstu viku. Lagið er níu mínútur og fyrsta lagið af væntanlegri plötu sveitarinnar Shaking the Habitual sem kemur út þann 8. apríl. Platan er sú fyrsta frá The Knife í sjö ár. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.


©Straum.is 2012