Nýtt frá Sin Fang

Íslenska hljómsveitin Sin Fang með Sindra Má Sigfússyni fremstan í flokki sendi um helgina frá sér fyrsta lagið af plötunni Flowers sem kemur út 1. febrúar á næsta ári. Lagið heitir Young Boys og er eitt það besta sem sveitin hefur sent frá sér. Platan sem er þriðja plata Sin Fang var tekin upp af Alex Somers  sem áður hefur unnið með Sigur Rós og Jónsa og sá síðast um upptökustjórn á plötunni  Twosomeness með Pascal Pinion. Hægt er að hlaða laginu niður hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *