Rafpopp-þríeykið aYia gaf í gær út nýtt lag og myndband sem nefnist Sparkle og fylgir það á eftir laginu Ruins frá 2017. Myndbandið sem er fremur dimmt og drungalegt líkt og lagið var gert af Geoff McAuliffe sem hefur unnið í tónlistarmyndböndum fyrir listamenn eins og Michael Jackson og Red Hot Chilli Peppers.
Hljómsveitin kemur fram í Iðnó klukkan 21:00 á morgun ásamt Madonna + Child.