Nýtt frá Aron Can

Reykvíski rapparinn Aron Can gaf fyrr í dag út myndband við glænýtt lag sem nefnist Fullir Vasar. Lagið sem er frábær tónsmíð fylgir á eftir plötunni Þekkir Stráginn sem gerði allt vitlaust í fyrra og var í fjórða sæti á lista Straums yfir bestu plötur ársins. Lagið var framleitt af þeim Aroni Rafni og Jóni Bjarna Þórðarsyni. Ágúst Elí Ásgeirsson leikstýrði myndbandinu og sá um upptökur á því ásamt þeim Andra Sigurði Haraldssyni og Pétri Andra Guðberssyni. En það var framleitt í samvinnu við Sticky Plötuútgáfu Priksins.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *