Nonni Nolo með Sóló

Jón Lorange, annar helmingur lo-fi dúettsins Nolo, var að gefa frá sér nýtt lag undir listamannsnafninu The Suburban Spaceman (TSS). Lagið heitir In The Morning og er haganlega gerð lágstemmd poppsmíð þar sem plokkaður gítar og hvíslandi söngur leika lykilhlutverk. Von er á breiðskífu frá TSS snemma á næsta ári en hægt er að hlusta á In The Morning hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *