LCD Soundsystem snýr aftur

James Murphy, forsprakki LCD Soundsystem, var rétt í þessu að gefa frá sér yfirlýsingu um að sveitin væri nú að vinna í sinni fjórðu breiðskífu. LCD Soundsystem var ein mikilvægasta hljómsveit fyrsta áratugar 21. aldarinnar en hún lagði upp laupana með pompi og prakt árið 2011 með risastórum kveðjutónleikum í Madison Square Garden, sem lesa má nánar um hér. Síðan hefur ekki múkk heyrst frá sveitinni þangað til síðasta aðfangadagskvöld að hún gaf frá sér jólalagið Christmas Will Break Your Heart. Í gær var svo sagt frá því að sveitin hafi verið bókuð á Coachella hátíðina sem gaf orðróm um endurkomu byr undir báða vængi. Í langri yfirlýsingu frá Murphy kemur fram að LCD muni ekki bara spila á Coachella heldur halda í viðamikla tónleikaferð um allan heim. Hlustið á jólalagið og Someone Great hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *