Andi – Lónólongó

Tónlistamaðurinn Andri Eyjólfsson sem gengur undir nafninu Andi gaf út sína fyrstu plötu á síðasta ári hjá útgáfunni Lady Boy Records. Í dag sleppir hann frá sér sínu fyrsta tónlistarmyndbandi sem nefnist Lónólongó. Gígja Jónsdóttir leikur aðalhlutverk og leikstjóri er Sigurður Möller Sívertsen, kvikmyndatöku annaðist Heimir Gestur Valdimarsson. Andi kemur fram á Húrra á morgun (07.09.17) ásamt Grísalappalísu og mun leika Lónólongó í bland við ný lög af væntanlegri plötu sem mun koma út snemma árs 2018.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *