Myndband frá Taken By Trees

Sænska söngkonan Victoria Bergsman, sem gefur út tónlist undir listamannsnafninu Taken By Trees, var að senda frá sér sumarlegt myndband við hið fallega lag Dreams. Lagið verður á væntanlegri plötu söngkonunnar – Other Worlds sem kemur út þann 2. október næskomandi. Flestir ættu að þekkja Bergsman sem söngkonuna úr ofursmellinum Young Folks með Peter, Björn and John frá árinu 2006. Hér fyrir neðan er myndbandið við Dreams.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *